Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Á áttunda áratug síðustu aldar sáu Ísraelsmenn sér tækifæri til að nota hinar ýmsu hreyfingar íslamista til að sundra andspyrnu Palestínumanna. En stefnumótun þessi reyndist verða hörmuleg mistök.

BIRT: 20/05/2024

Laugardaginn þann 7. október 2023 vöknuðu Ísraelar við miklar sprengingar þegar nokkur þúsund eldflaugar frá Gaza-svæðinu skullu á suðurhluta Ísraels.

 

Á sama tíma réðust byssumenn inn í nokkra ísraelska bæi og drápu og rændu hundruðum hermanna og óbreyttra borgara í stórri árás sem hafði ekki sést í áraraðir.

 

Á bak við þessa blóðugu árás stóðu Hamas samtökin, palestínsk hreyfing sem hefur verið á lista ESB og Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök.

 

Hamas samtökin voru formlega stofnuð árið 1987 af meðlimum hins djúpt trúaða Múslimska bræðralags.

 

Á þeim tíma voru hreyfingar sem ekki tengdust trúarbrögðum og þjóðernissinnaðar hreyfingar eins og PLO og Fatah ráðandi í andspyrnu Palestínumanna gegn Ísrael og samkvæmt sumum ísraelskum og bandarískum heimildum litu Ísraelar á Hamas sem tæki til að sundra Palestínumönnum.

 

Ísraelar litu því fram hjá þeim viljandi á áttunda og níunda áratugnum – og studdu jafnvel íslamistasveitir í Palestínu um tíma.

 

„Hamas, mér til mikillar eftirsjár, er sköpunarverk Ísraels,“ sagði Avner Cohen, fyrrverandi ísraelskur embættismaður sem hafði starfað á Gaza í tvo áratugi, við Wall Street Journal árið 2009.

 

Myndskeið: Ísrael aðstoðaði við að skapa Hamas

Palestínumenn tóku Hamas fagnandi hendi

Hamas hreyfingin varð fljótt vinsæl meðal Palestínumanna sem töldu að hreyfingin – með mikla áherslu á félagsþjónustu – væri betri í að sinna daglegum þörfum þeirra en aðrar trúminni hreyfingar.

 

En Hamas trúði á vopnuð átök gegn Ísrael og beittu sérstaklega sjálfsmorðssprengjufólki til að eyðileggja bæði borgaraleg og hernaðarleg skotmörk. Árið 2004 hélt Ísrael að takmarki sínu væri náð þegar þeir réðu leiðtoga hreyfingarinnar Ahmed Yassin af dögum í þyrluárás sem drap einnig tvo lífverði hans og níu óbreytta borgara.

 

Yassin sem var þegar í hjólastól og næstum blindur þegar árásin var gerð og var fordæmd um allan heim, gerði hann að miklum píslarvætti fyrir Palestínumenn.

 

Þetta varð eingöngu til þess að vinsældir Hamas jukust og árið 2006 unnu þeir sinn fyrsta sigur í palestínsku þingkosningunum og til skamms tíma deildu Hamas ríkisstjórn með Fatah.

Hvenær og hvers vegna urðu Palestínumenn og Ísraelar jafn svarnir óvinir og raun ber vitni? Fylgist með framgangi mála allt aftur að rótum deilnanna og fram til átakanna í dag.

Spennan á milli þessara aðila leiddi hins vegar til vopnaðra átaka og í kjölfarið tóku Hamas-samtökin Gaza-svæðið á sitt vald.

 

Síðan þá hefur Hamas stjórnað Gaza-svæðinu með harðri hendi og hefur reglulega staðið á bak við árásir á skotmörk í Ísrael.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is