Áður en rafmagnsljósið var fundið upp á 19. öld fóru flestir að sofa eftir að sólin var sest og fóru á fætur við sólarupprás.
Fyrstu tilraunirnar við að vakna án aðstoðar náttúrunnar voru gerðar í fornöld með aðstoð vatnsklukkna. Þessar klukkur minntu á stundaglös og samanstóðu af vatnsíláti og rann vatnið út úr því í gegnum lítið gat.
Í vatnsílátinu voru t.d. litlar kúlur sem rúlluðu út og lentu á málmplötu þegar allt vatn var farið úr ílátinu.
Sagt er að gríski heimspekingurinn Platón (427 – 347 f.Kr.) hafi átt slíkt vatnsúr til þess að hann gæti mætt tímanlega í kennslustundir sínar á morgnanna.
Hinum megin á hnettinum notuðu Kínverjar ljósúr til að vakna. Það samanstóð af vaxljósi sem nagli var settur í.
Þegar kerti brann niður losnaði um naglann sem datt á málmbakka en hávaðinn vakti þá sem sváfu.
Mekanísk úr komu fram í Evrópu á 14. öld.
Þrátt fyrir að stilla mætti sum þeirra til að valda hávaða á tilteknum tíma voru úrin bæði dýr og óáreiðanleg.
Margir nýttu sérþví annars konar vakningaraðferðir; t.d. studdust Bretar við svokallaða knocker-uppers, manneskjur sem að vöktu yfir nóttina til þess að vekja kúnna sína.
Vakningin fólst í því að banka á glugga kúnnanna með staf eða skjóta litlum steinum í gluggana í gegnum blástursrör.
Vekjaraklukkur urðu fyrst á færi almennings upp úr 1870 þegar bandaríska fyrirtækið Seth Thomas Clock Company fékk einkaleyfi á þessu litla hagnýta apparati.