Læknisfræði

Hvernig virkar gervihjarta?

Virkar gervihjarta alveg eins og náttúrulegt hjarta? Og hve lengi endist það?

BIRT: 09/05/2023

Eðlilegt hjarta slær um 70 slög á mínútu og í hverju slagi dælir það um 8 sentilítrum af blóði um blóðrásina. Hægra hjartahvolfið dælir blóðinu til lungnanna, þar sem það tekur til sín súrefni, en vinstra hjartahvolið dælir súrefnisríku blóði út í vefi líkamans.

 

Franskt fyrirtæki þróar gervihjarta

Franskt fyrirtæki, Carmat, hefur þróað gervihjarta sem líkir alveg eftir eðlilegu hjarta. Þetta gervihjarta hefur nú fengið viðurkenningu til tilrauna á mönnum, sem m.a. verða gerðar í Belgíu.

 

Gervihjartað frá Carmat vegur 900 grömm og í því eru tvö hólf, aðskilin með lífrænni himnu. Bæði himnan og hjartalokurnar eru klæddar frumum úr kúm.

 

Vísindamennirnir vonast til að þetta lífræna efni komi í veg fyrir að blóðið storkni, en það er annars erfiðasta vandamálið í tengslum við gervihjörtu. Gervihjartað fær orku frá tveimur liþíumrafhlöðum sem notandinn ber í sérstöku belti. Hjartað á að endast til að slá a.m.k. 230 milljón sinnum, eða sem svarar 5 ára líftíma.

 

Gervihjarta getur bjargað mannslífum

Verði þetta hjarta á endanum að veruleika, getur það bjargað mörgum mannslífum. Á heimsvísu þjást a.m.k. 100 þúsund manns af hjartabilun, sem leggst á bæði hjartahvolfin.

 

Nú eru gjafahjörtu eiginlega eina úrræðið, en gjafahjörtu eru aðeins um 4.000 á ári.

Hjörtu framtíðar úr stofnfrumum

Gervihjörtu þurfa ekki endilega að vera vélræn. Árið 2013 tókst að rækta hjartafrumur úr stofnfrumum. Eftir 20 daga tóku frumurnar að draga sig taktvisst saman, rétt eins og alvöru hjarta. Þessi hjartavefur varð þó mjög veikburða og frumurnar of laustengdar.

 

Vísindamenn gera sér vonir um að ræktaður vefur geti í framtíðinni komið í stað skaddaðra hluta af hjartavef – og kannski verði í framhaldinu unnt að rækta upp heil hjörtu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is