Hvers vegna eru sumir smámæltir?

Flestir smámæltir eru það af lífeðlisfræðilegum orsökum en í Katalóníu er fólk viljandi smámælt.

BIRT: 22/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Oftast eru það lítil börn sem eru smámælt og flokkast smámæli sem talgalli meðal barna á máltökualdri.

 

Smámæli gerir vart við sig þegar loftið frá raddböndunum streymir út á öðrum stað er til er ætlast, t.d. meðfram hliðum tungunnar og jöxlunum, þannig að blísturshljóð myndast.

 

Ástæður fyrir smámæli geta verið af mörgum toga.

Sumir eru t.d. með of stutt tunguhaft og geta ekki myndað eðlileg hljóð.

Meginástæðan er það stutt tunguhaft að ógerningur verður að bera fram eðlileg s-hljóð en þess má geta að röng staðsetning tanna getur einnig leitt af sér smámæli.

 

Talgallar kunna jafnframt að vera lærðir.

 

Sem dæmi má nefna að íbúar í Katalóníu eru viljandi smámæltir þegar þeir bera fram tiltekin s-hljóð.

 

Börn hætta yfirleitt að vera smámælt eftir fimm ára aldur. Að öðrum kosti skyldi leita til talmeinafræðings.

BIRT: 22/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Science Picture Library

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.