Lifandi Saga

Hvers vegna hættum við að nota einglyrni?

Á 19. öld tók efnafólk í Evrópu upp á því að nota einglyrni og ekki leið á löngu áður en farið var að líta á einglyrnið sem tákn um auð og völd, á meðan aðrir þjóðfélagshópar gerðu gys að þessu sérkennilega glerauga í snúru.

BIRT: 29/05/2024

Nákvæmlega hver fann upp einglyrnið er ekki vitað en þess er fyrst getið á árunum upp úr 1720 þegar sagt er frá því að þýski baróninn Philipp Von Stosch hafi notað einglyrni á ferð sinni til Rómar.

 

Á framanverðri 19. öld fór að bera á einglyrnum meðal efnafólks í m.a. Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi sem lét útbúa fyrir sig einglyrni, sérstaklega úr t.d. gulli og fílabeini.

 

Vinsældirnar vörðu þó ekki lengi, því ekki leið á löngu áður en farið var að hæða og spotta notendur einglyrna í bókum og skopteikningum.

 

Háðið átti rætur að rekja til þess að einglyrni væru óþægileg í notkun og krefðust þess að notandinn klemmdi saman vöðvana umhverfis augað. Fyrir bragðið fengi notandinn oft á sig reiðileg og átakamikil svipbrigði.

Einglyrnið var á 19. öld talið vera til marks um yfirgang yfirstéttarinnar.

Tákn um óþarfa lúxus

Þar að auki væri ekki unnt að koma auga á neinn kost tengdan því að nota einglyrni umfram hin hagkvæmu gleraugu sem þegar var farið að nota. Stundum var ekki einu sinni styrkur í gleri einglyrnisins, heldur var því einungis ætlað að sýna háa félagslega stöðu notandans.

 

Einglyrnin urðu fyrir vikið oft til marks um óþarfa munað og yfirstéttarhroka.

Maður sér þau á þrautþjálfuðum sérsveitarmönnum í hasarmyndum. En eru þessi næturgleraugu til í raunveruleikanum og hvernig virka þau?

Einglyrnið fékk svo endanlega náðarhöggið í fyrri heimsstyrjöld.

 

Í stríðinu létu þýskir liðsforingjar iðulega ljósmynda sig með einglyrni og fyrir bragðið var farið að bendla þau við þýska herinn sem átti í stríði við önnur lönd í Evrópu sem hötuðust því við Þjóðverja.

© Everett Collection/Shutterstock.com

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Ný rannsókn leiðir í ljós: Þetta er barnið í systkinahópnum sem er oftast í uppáhaldi hjá foreldrum

Jörðin

Kólnar jörðin smám saman að innanverðu?

Náttúran

Af hverju er ekki hættulegt að búa í Hírósíma?

Lifandi Saga

Hvað varð um „skriðdrekamanninn“ á Torgi hins himneska friðar? 

Maðurinn

Hvenær byrjuðu menn að reykja?

Lifandi Saga

Hver er munurinn á sjíta – og súnníta múslimum? 

Lifandi Saga

„Fólk trúði því að jörðin væri flöt“

Náttúran

Sjáið furðuverurnar: Óþekktar tegundir leynast í djúpinu 

Maðurinn

Ættartréð vefst fyrir vísindamönnum: Hverjir voru forfeður okkar?

Alheimurinn

Svarthol gata alheim okkar 

Menning

Nei! Jörðin er ekki flöt

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is