Nákvæmlega hver fann upp einglyrnið er ekki vitað en þess er fyrst getið á árunum upp úr 1720 þegar sagt er frá því að þýski baróninn Philipp Von Stosch hafi notað einglyrni á ferð sinni til Rómar.
Á framanverðri 19. öld fór að bera á einglyrnum meðal efnafólks í m.a. Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi sem lét útbúa fyrir sig einglyrni, sérstaklega úr t.d. gulli og fílabeini.
Vinsældirnar vörðu þó ekki lengi, því ekki leið á löngu áður en farið var að hæða og spotta notendur einglyrna í bókum og skopteikningum.
Háðið átti rætur að rekja til þess að einglyrni væru óþægileg í notkun og krefðust þess að notandinn klemmdi saman vöðvana umhverfis augað. Fyrir bragðið fengi notandinn oft á sig reiðileg og átakamikil svipbrigði.

Einglyrnið var á 19. öld talið vera til marks um yfirgang yfirstéttarinnar.
Tákn um óþarfa lúxus
Þar að auki væri ekki unnt að koma auga á neinn kost tengdan því að nota einglyrni umfram hin hagkvæmu gleraugu sem þegar var farið að nota. Stundum var ekki einu sinni styrkur í gleri einglyrnisins, heldur var því einungis ætlað að sýna háa félagslega stöðu notandans.
Einglyrnin urðu fyrir vikið oft til marks um óþarfa munað og yfirstéttarhroka.
Maður sér þau á þrautþjálfuðum sérsveitarmönnum í hasarmyndum. En eru þessi næturgleraugu til í raunveruleikanum og hvernig virka þau?
Einglyrnið fékk svo endanlega náðarhöggið í fyrri heimsstyrjöld.
Í stríðinu létu þýskir liðsforingjar iðulega ljósmynda sig með einglyrni og fyrir bragðið var farið að bendla þau við þýska herinn sem átti í stríði við önnur lönd í Evrópu sem hötuðust því við Þjóðverja.