Spurningar og svör

Hvers vegna kallast tölvuvilla „lús“ (bug)?

Árið 1947 var teymi vísindamanna við Harvard háskóla að störfum við að þróa tölvu en skyndilega stöðvaðist vélin. Þegar mennirnir opnuðu tölvuna blasti við þeim furðuleg en jafnframt söguleg sýn.

BIRT: 03/07/2023

„Lús“ táknar á tölvumáli villu í kóðanum sem lætur forrit senda frá sér villuboð eða jafnvel hrynja.

 

Bandaríski stærðfræðingurinn og tölvufræðingurinn Grace Hopper lýsti fyrstu þekktu „tölvulúsinni“ hinn 9. september 1947. Grace hafði átt þátt í að hanna tölvuna „Mark II“ við Harvard háskóla en dag einn komst vísindamannateymi hennar að raun um að tölvan virkaði ekki sem skyldi.

 

Þegar vísindamennirnir opnuðu kassann utan um tölvuna sáu þeir að skordýr hafði fest sig í einum rafliðanum í leit að hlýjum felustað. Hopper skráði síðan í dagbók sína að tölvan hefði virkað sem skyldi aftur eftir að hún hafði verið „aflúsuð“, þ.e. eftir að kvikindið hafði verið fjarlægð.

Fyrsta tölvulús sögunnar er til sýnis á þjóðminjasafni Bandaríkjanna, Smithsonian.

Þó svo að orðið „bug“ hafi fyrst verið notað í tengslum við tölvur árið 1947 hafði hugtakið verið notað yfir vélabilanir allt frá árunum upp úr 1870, þ.e. áður en rafeindatækni og tölvur þekktust.

 

Ekki er vitað hver notaði fyrst hugtakið „bug“ til að lýsa vélarbilun en það hlýtur að hafa verið fyrir árið 1878. Það ár nefndi uppfinningamaðurinn Thomas Edison orðið nefnilega í þessari merkingu í bréfi til samstarfsmanns síns:

 

„Svona hefur farið með allar uppfinningar mínar. Það koma upp vandræði, hitt og þetta hættir að virka sem skyldi og það er á þessu stigi sem „lýs“, líkt og slíkar smávillur og erfiðleikar kallast, gera vart við sig“.

 

Þegar Hopper og teymi hennar fundu dauðu lúsina árið 1947 höfðu þau sennilega hugmynd um að orðið „bug“ hefði verið notað yfir vélarbilanir áður fyrr. Vísindamannateymið fór hins vegar að nota hugtakið um tölvuvillur áður en öðrum hugkvæmdist sú merking.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© U.S. Naval Historical Center Online Library Photograph.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvers vegna ríkir fjandskapur milli Bandaríkjanna og Íran?

Menning og saga

Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Jörðin

Frá iðrum jarðar til fjarlægra stjörnuþoka

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Lifandi Saga

Saga skófatnaðar: Skór fyrir alla

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Hitinn í bandarískri stórborg mældist yfir 38 gráður hvern einasta dag í allt sumar.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is