Lifandi Saga

Hvers vegna nota herir hernaðartákn? 

Þekktir herforingjar, á borð við Alexander mikla, tóku sjálfir þátt í stríðsrekstri en þegar hershöfðingjum áskotnuðust betri landakort fóru þeir að halda sig frá vígvellinum og nýta þess í stað hernaðartákn til að stjórna bardögunum.

BIRT: 16/09/2022

Hernaðartákn eru tákn sem herir nota til að segja til um staðsetningu einstaka herdeilda, hlutverk þeirra, stærð og hreyfingar á hernaðarlandakortum.

 

Fyrstu hernaðarlandakort sögunnar sem líkjast að einhverju leyti þeim kortum sem notuð eru í dag, voru tekin í notkun á árunum eftir Napóleonsstyrjaldirnar í upphafi 19. aldar. Áður en þetta varð höfðu herforingjar í líkingu við Alexander mikla og Cesar sjálfir verið í fremstu fylkingu og leitt hermenn sína í bardögum því þeir höfðu ekki yfir að ráða áreiðanlegum kortum og urðu að treysta á eigið mat á umhverfinu.

 

Verulegar framfarir urðu á sviði kortagerðar á 19. öld og þegar þar var komið sögu gátu hershöfðingjar í auknum mæli treyst á landakort sín og stjórnað bardögunum úr fjarlægð. Í því skyni voru útbúin sérstök tákn, svokölluð hernaðartákn sem voru teiknuð inn á landakortin og notuð til að öðlast yfirsýn yfir heraflana og til að skipuleggja næstu skref. 

Hvað tákna rússnesku hernaðartáknin?

Sjá hefur mátt ýmis tákn á rússneskum hernaðarfarartækjum meðan á innrásinni í Úkraínu hefur staðið. Rússarnir hafa ekki viljað gefa upp hvað táknin merkja en ef marka má sérfræðinga eru rússnesku táknin svokölluð hernaðartákn.

Z

Öllu samkvæmt gefur tákn þetta til kynna að hersveitirnar eigi rætur að rekja til þess sem nefnt hefur verið eystra hernaðarhéraðið en um er að ræða eitt af fimm héruðum rússneska hersins.

O

Hringlaga táknið er að öllum líkindum nýtt af rússneskum hersveitum sem staðsettar eru í Hvíta-Rússlandi.

V

Þetta tiltekna tákn nota hersveitir frá rússneska flotafótgönguliðinu sem m.a. tók þátt í árásinni á úkraínsku hafnarborgina Maríupól.

Bókstafurinn Z, innan í ferningi

er hernaðartákn rússnesku hersveitanna á Krímskaga sem Pútín innlimaði í Rússland árið 2014.

NATO tók upp hernaðartákn

Þróun slíkra hernaðartákna var einstaklega ör á tímum fyrri heimsstyrjaldar, þegar m.a. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn samræmdu tákn sín þannig að þeir gætu sem best starfað saman en þess má geta að blá kort táknuðu Bandamenn og rauð óvinveittar hersveitir. Rétthyrningur með krossi táknaði hins vegar fótgöngulið. 

 

Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað árið 1949 hóf bandalagið að nýta hernaðartáknin og í dag má segja að langflestir vestrænir herir hafi tekið þau í notkun.

 

Athygli manna beindist að hernaðartáknunum þegar teknar voru ljósmyndir af ýmsum rússneskum hernaðarfarartækjum með ámáluð tákn eftir innrás Rússa í Úkraínu. Sérfræðingar telja að um sé að ræða hernaðartákn sem gefi til kynna hvaðan farartækin stafi og hvert þau séu að fara.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© mil.ru. © Zombear. © Homoatrox

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.