Matur veitir ekki alltaf aukna orku
Við fyrstu sýn virðist það rökrétt að matur geri okkur meira vakandi og orkumikil því við höfum bætt við okkur orku. En svo er ekki. Það er líklega vegna þess að forfeður okkar þurftu á einbeitingu að halda og vera vel vakandi þegar leitað var að fæðu, en svo var skynsamlegt að spara orkuna og hvíla sig eftir að hafa borðað.
Svona meltir þú matinn
Matur er brotinn niður af ensímum í meltingarkerfinu í meðal annars glúkósa. Hann frásogast í gegnum smágirni og fer í blóðið.
Sykurinn berst um í blóðinu og hamlar sumum taugafrumum heilans sem framleiða sérstakt vökuhormón, orexín. Það þýðir að við verðum þreytt.
Loks berst sykurinn til vöðva, lifrar og fituvefs með hjálp insúlíns frá brisi
Ákveðin tegund matar eykur á þreytu
Matur sem inniheldur mikið af próteinum og kolvetnum getur gert fólk þreyttara en til dæmis trefjarík matvæli.
Almennt séð finnur fólk fyrir þreytu eftir máltíð vegna þess að líkaminn framleiðir meira serótónín. Serótónín er aðallega að finna í meltingarfærum og miðtaugakerfinu og gegnir hlutverki við að stjórna skapi og svefnmynstri.
Amínósýran tryptófan er að finna í mörgum próteinríkum matvælum og hjálpar líkamanum að framleiða serótónín. Kolvetni hjálpa líkamanum að taka upp tryptófan.
Tímasetning á máltíðum skiptir líka máli hversu þreyttur þú verður eftir að hafa borðað. Dægurklukka (innri klukka) mannsins getur haft áhrif á hvernig líðanin er eftir máltíð. Samkvæmt The National Sleep Foundation hafa menn lægri orku frá því um klukkan tvö eftir hádegi og til 02.00 um nóttu.
Lélegur svefn getur aukið áhrif máltíðarinnar
Lélegt svefnmynstur getur valdið þreytu eftir að þú borðar. Ástæðan er sú að líkaminn finnst eins og hann sé að hvíla sig. Þegar líkaminn fer í hvíldarástand veldur það þreytu, sérstaklega ef þú hefur ekki sofið vel nóttina áður.