Köngulær geta lifað í 200 daga í ryksugunni
Það er hættuleg ferð fyrir könguló að sogast upp í ryksugubarka á miklum hraða.
Líklegt er að margar köngulær séu svo meiddar að þær deyja, eða að þær kafna í ryki ryksugupokans.
En þó gerist það að sumar köngulær lenda ómeiddar í kviði ryksugunnar og þær kafna ekki eftir stuttan tíma, t.d. ef ryksugupokinn er ekki svo fullur.
Í þeim tilfellum mun köngulóin byrja að leita leiða út úr myrkrinu.
Fyrir litla könguló er sú ferð löng og jafnvel ómöguleg. En köngulóin er ekki undir tímapressu.
Könguló getur lifað nokkrar vikur eða mánuði í ryksugunni. Og vel nærðar köngulær geta jafnvel hægt á efnaskiptum sínum og þannig lifað af án matar í yfir 200 daga.