Þann 14. maí 1948 lýsti leiðtogi Zíonista, David Ben-Gurion yfir „stofnun gyðingaríkis í Ísraelslandi, hér eftir þekkt sem Ísraelsríki“.
Ísrael fæddist þá opinberlega – og aðeins nokkrum klukkustundum síðar voru Bandaríkin fyrsta landið til að viðurkenna þessa nýjustu þjóð Miðausturlanda.
Þrátt fyrir skjóta viðurkenningu var stuðningur Bandaríkjamanna við nýja gyðingalandið takmarkaður á fyrstu árum Ísraels.
Aðalástæðan fyrir þeirri tregðu var sú að Bandaríkin vildu ekki skaða samband sitt við arabíska nágranna Ísraels.
En frá upphafi átti Ísrael þegar í stríði við arabíska nágranna sína sem Bandaríkin voru mjög háð vegna olíu þeirra og Bandaríkjamenn óttuðust að ótvíræður stuðningur við Ísrael myndi verða til þess að missa viðskiptasamninga við arabísku olíuviðskiptalöndin.
Auk þess var erkióvinur Bandaríkjanna, Sovétríkin, þegar búinn að styðja við bakið á arabalöndunum og ótti Bandaríkjanna var að stuðningur við Ísrael gæti endað með því að draga stórveldin tvö inn í átökin í Miðausturlöndum.
John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var á móti því að Ísraelar fengju kjarnorkuvopn. Árið 1963 leiddi þetta til mikillar spennu á milli hans og tveggja forsætisráðherra Ísraels, David Ben-Gurion og Levi Eshkol.
Sigur Ísraels laðaði Bandaríkin að sér
Samband Bandaríkjanna við Ísrael styrktist hins vegar eftir sex daga stríðið árið 1967, þar sem Ísraelsmenn gersigruðu Egyptaland, Sýrland og Jórdaníu og lögðu undir sig alla hina sögufrægu Palestínu og landsvæði í Sýrlandi og Egyptalandi.
Stríðið breytti viðhorfi Bandaríkjanna til Ísrael sem veikt land og sannfærði Bandaríkjamenn um að Ísraelar gætu hjálpað til við að halda hinum voldugu Sovétríkjum í skefjum.
Bretar yfirgáfu Palestínu þann 14. maí árið 1948 og sama dag lýstu gyðingar yfir stofnun ríkisins Ísraels. Egyptar, Jórdanar og Sýrlendingar sögðu hinu nýja ríki strax stríð á hendur og sendu bardagaflugvélar af stað.
Síðan þá hefur Ísrael orðið einn allra mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna í Miðausturlöndum og fær bæði hernaðaraðstoð, fjárhagsaðstoð og diplómatískan stuðning frá Bandaríkjunum.
Ísraelsher einn fær um 500 milljarða króna árlega frá Bandaríkjunum og Ísrael hefur samtals fengið yfir eina billjón bandaríkjadollara með bandarískri aðstoð.
Af þeim 83 skiptum sem Bandaríkin hafa beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur það 42 sinnum verið til að koma í veg fyrir samþykkt ályktana sem fordæma Ísrael.