Hversu mikið hefur Andrés önd fengið að láni úr mannkynssögunni?

Teiknarinn Don Rosa lét sér ekki nægja að láta Disney-persónur sínar koma fram í skálduðum heimi – heldur skyldu þær draga dám af hinum raunverulega heimi, eins og honum er lýst í sögubókunum.

BIRT: 28/08/2021

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Menning

Lestími: 2 mínútur

 

Flestar vinsælu sögurnar um Andrés önd eiga sér stað í tilbúnum Disney-heimi en stundum fengu teiknararnir sitt lítið af hverju að láni úr mannkynssögunni. Þekktasti Disney-teiknarinn, Carl Barks, studdist aðallega við óbeinar tilvitnanir í mannkynssöguna.

 

Sem dæmi má nefna ferðalag Andrésar í teiknisögunni „Lost in the Andes“ frá árinu 1949 en þar týnist Andrés í leiðangri um Andesfjöllin og kemur að lokum í dal sem minnir óneitanlega mjög mikið á Inkaborgina Machu Picchu. Í teiknisögunni „Tralla La“ frá árinu 1954 ræðst Jóakim frændi á paradísarlandið Tralla La með flöskutöppum og skemmir þannig unaðsreit heimamanna og segja sérfróðir sagnfræðingar atburðinn vera gagnrýni á þátttöku Bandaríkjamanna í Kóreustríðinu.

 

Disney-teiknarinn Don Rosa er aðallega þekktur fyrir umfangsmikið verk sitt um líf Jóakims frænda.

 

Don Rosa tileinkaði sér söguna

Þar sem Barks notfærði sér mannkynssöguna óbeint var teiknarinn Don Rosa ekki eins hógvær. Í bókinni „Hér er líf þitt, Jóakim“ er Jóakim þátttakandi í mörgum sögulegum atburðum, m.a. gullæðinu í Kaliforníu (1848-1855), gerð Panamaskurðarins (1904-1913) og rússnesku byltingunni (1917).

 

Meðan á ævintýrunum stendur rekst Jóakim á ýmsar þekktar persónur á borð við landkönnuðinn Róbert Peary, vísundaveiðimanninn Vísunda-Villa og indíánahöfðingjann Gerónimó. Í sögunni „The Sharpie of the Culebra Cut“ leikur Theodor Roosevelt (Bandaríkjaforseti) stórt hlutverk og stelur m.a. gröfu ásamt Jóakim frænda.

 

 

Birt 28.08.2021

 

 

 Emrah Sütcü

 

 

BIRT: 28/08/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is