Tækni

Hversu mikið menga flugeldar?

Nú er líklegt að það verði úrkomulaust og verðurstilla á gamlárskvöld um allt land. Ég velti því fyrir mér hversu mikið mengunin verður þegar við hefjum skothríðina á gamlárskvöld.

BIRT: 29/12/2024

Hópur vísindamanna frá Tékklandi og Austurríki hefur rannsakað losun skaðlegra agna frá nýársflugeldum. Rannsakendur komast að þeirri niðurstöðu að áramótafagnaðurinn ætti að gefa tilefni til umhugsunar um umhverfisáhrifin.

 

Þýskaland losaði til dæmis um 4000 tonn svifryks út í andrúmsloftið á gamlárskvöld 2016/17. Í stórborginni Munchen fór magn svifryks 26 falt yfir heilsuverndarmörk sem eru 50 µg/m3  (50 míkrógrömm í hverjum rúmmetra andrúmslofts).

 

Að sögn þýskra yfirvalda samsvarar þetta 15 prósentum af árlegri svifrykslosun frá bílaumferð.

 

Við Íslendingar eigum þó líklega metið því í Reykjavík fór klukkustundarstyrkur svifryks yfir 2000 µg/m3 í stillunni eftir miðnætti árið 2017 og yfir 3500 µg/m3 árið 2018 eða 70 föld heilsuverndarmörk. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar.

Í Reykjavík fór klukkustundarstyrkur svifryks yfir 2000 µg/m3 í stillunni eftir miðnætti árið 2017 og yfir 3500 µg/m3 árið 2018.

Rannsóknarhópurinn lýsir gamlárskvöldi sem einum óvenjulegasta, einstaka mengunaratburði í andrúmsloftinu á hverju ári.

 

Svifryk ofan í lungun

Flugeldarnir losa m.a. mengandi lofttegund sem kallast köfnunarefnisoxíð (NOx), sama efnir og kemur úr útblæstri dísilbíla.

 

Tölur frá Taívan sýna að magn fíngerðra agna sem kallast PM2.5 og innihalda málma eins og blý, strontíum og magnesíum eykst allt að tífalt. PM2.5 agnirnar eru minni en 2,5 míkrómetrar (milljónustu úr metra) og komast því auðveldlega í lungun.

 

Auk þess er gríðarleg mengun frá umbúðum flugeldanna – t.d. plasthettur fyrir rakettur – auk hávaðamengunar sem bitnar sérstaklega á dýrum.

 

Hægt er að kaupa svokallaða umhverfisvæna flugelda sem samkvæmt rannsóknum sem birtust í tímaritinu Environmental Science & Technology frá American Chemical Society losa 15-65 prósent færri skaðlegar agnir. En það breytir því ekki að flugeldarnir munu samt menga talsvert.

 

Hversu mikið CO2 losa flugeldar?

Auk svifryksmengunar geta flugeldar að auki losað umtalsvert magn af koltvísýring á stuttum tíma.

 

Kínversk rannsókn hefur sýnt að flugeldar á kínversku vorhátíðinni leiddu af sér aukna losun efna sem skapa CO2 – m.a. CO og NOx.

 

Að sama skapi jókst koltvísýringsmagn í andrúmslofti skyndilega um 17% á þjóðhátíðardagshátíðahöldunum 4. júlí  í Minnesota í Bandaríkjunum.

 

Í samanburði við aðrar uppsprettur koltvísýringslosunar eins og bílaumferð og iðnað er heildarmengun flugelda tiltölulega lágt.

HÖFUNDUR: Mikkel Meister

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is