Sagnfræðingar geta ekki sagt með vissu hversu raunsannar fornar styttur eru. Ástæðan er m.a. sú að þeir hafa engar trúverðugar heimildir frá fyrstu hendi sem þeir geta borið saman við stytturnar.
Sagnfræðingar eru þó á einu máli um að egypskar styttur séu afar stílfærðar og því ekki mjög raunsannar. Á sama máta eru grískar styttur fegraðar með fullkomnum líkama og andliti.
Trúverðugustu stytturnar eru rómverskar – einkum frá árunum 150-30 f.Kr. – en þá var listastefnan verisme í hávegum höfð og gaf raunsærri myndir af manneskjum. Margar styttur frá þessu tímabili sýna þannig hrukkur og vörtur.
Þrátt fyrir að Rómverjar hafi verið trúir fyrirmyndinni voru styttur af keisurum og öðrum valdhöfum einatt notaðar í áróðursskyni.
Sem dæmi þá lét hershöfðinginn Pompeius gjarnan móta sig með millisítt hár og ennislokka. Þetta gerði hann til að líkjast hetju sinni, Alexander mikla. Þannig leitaðist hann við að skapa hugræn tengsl við Alexander til að baða sig í frægðarsól hans.
Ágústus keisari (á myndunum að ofan) bar sömu ennislokkana á öllum styttum. Þannig gátu íbúar í þessu gríðarstóra ríki þekkt drottnara sinn. Hershöfðinginn Pompeius lét gera styttur af sér með aðeins síðara hár til að líkjast Alexander mikla.
Ágústus var ungur að eilífu.
Annað dæmi um slíkan áróður má finna í stjórnartíð Ágústusar keisara. Þrátt fyrir að hann hafi ríkt í meira en 40 ár eða allt þar til hann var 75 ára gamall, þá sýndu styttur af honum keisarann ævinlega sem ungan og hraustan mann.
Auk þess eru styttur af Ágústusi sláandi líkar – sem dæmi eru þær allar með svipaða ennislokka – þrátt fyrir að þær sé að finna víðsvegar í feiknarlega víðfeðmu heimsveldinu.
Lík Alexanders mikla var smurt og það sett í grafhýsi í Alexandríu. Þar er líkið ósnortið næstu 250 árin, þangað til Ágústus keisari kíkir í heimsókn.
Sumir sagnfræðingar telja þetta vera til marks um að Ágústus hafi kerfisbundið nýtt sér stytturnar í áróðursskyni.
Mögulega hefur hann látið senda eins konar „skapalón“ af styttugerðinni til allra horna ríkisins til þess að þegnarnir gætu séð hinn síunga dýrðlega keisara með eigin augum.