Tækni

Hversu vel reyndist F-16 flugvélin?

Allar götur frá því upp úr 1970 hafa F-16 vélarnar ráðið ríkjum í bardögum í lofti. Þessi ódýra og gangvissa bardagaflugvél á sér orðið fastan sess í flugherjum margra þjóða.

BIRT: 08/12/2024

Sé málið skoðað í sögulegu samhengi hefur F-16 sem einnig kallast F-16 Fighting Falcon, áunnið sér sess sem ein best heppnaða bardagaflugvél heims.

 

Allt frá árinu 1976 hafa verið framleidd rösklega 4.600 eintök af vélinni og hún hefur sannað gildi sitt á ýmsum vígstöðvum, m.a. í stríðinu milli Afganistan og Rússlands, í Persaflóastríðinu og styrjöldunum í gömlu Júgóslavíu.

 

Í þessum átökum áttu F-16 vélar þátt í mörgum flugbardögum, þar sem þær hæfðu 76 óvinaflugvélar, á meðan aðeins ein F-16 vél var skotin niður.

 

Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að F-16 er ein besta bardagaflugvél heims en þess ber þó að geta að bardagavélin Boeing F-15 Eagle, hefur vinninginn, því hún hefur skotið niður 102 óvinavélar án þess sjálf að hafa nokkru sinni verið hæfð á lofti.

 

Til samanburðar má geta þess að einn helsti keppinautur F-16, rússneska orrustuflugvélin MiG21, hefur reyndar skotið niður 240 óvinavélar en á sama tíma hafa rösklega 500 vélar þessarar gerðar verið skotnar niður.

 

Þó svo að fyrirrennarinn F-15 hafi notið meiri velgengni í bardaga nýtur F-16 þó meiri almennrar hylli á Vesturlöndum og meðal bandamanna Vesturlanda.

F-16 flugvélarnar voru m.a. notaðar í Persaflóastríðinu, þar sem þær reyndust vera mjög hittnar á skotmörk, hvort heldur í lofti eða á landi.

F-16 er ódýr og hagkvæm

Vinsældirnar eiga ekki hvað síst því að þakka að vélarnar eru ódýrar, bæði í innkaupum og viðhaldi.

 

Önnur ástæða er svo sú að F-16 er svokölluð margnotavél sem bæði gefst vel að nota í loftbardögum, svo og í árásum á skotmörk á jörðu niðri. Vélina er fyrir bragðið unnt að nota í fleiri gerðir leiðangra en á við um flestar aðrar orrustuflugvélar.

Með nýrri hönnun taka NASA og Boeing höndum saman um að finna grænni framtíð fyrir flugið sem er loftslagsbaráttunni óhemju þungt í skauti. Sérstök vænghönnun á að spara bensín og draga úr koltvísýringslosun.

Í Persaflóastríðinu á árunum 1990-1991 kom berlega í ljós hvað vélarnar létu vel að stjórn og hve fjölhæfar þær voru en F-16 vélarnar tóku þá þátt í þúsundum flugferða.

 

F-16 vélarnar skutu þá niður íraskar orrustuflugvélar og voru jafnframt notaðar í mörgum nákvæmnisárásum á skotmörk á jörðu niðri, án þess svo mikið sem ein einasta vél yrði skotin niður, þrátt fyrir hvað flugher Íraka var háþróaður.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Rob Schleiffert. © US Air Force.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is