Hvert var banamein Elvis Presleys?

Árið 1957 bar heimurinn allur Elvis Presley á höndum sér. Tónlistarmaðurinn ungi öðlaðist hvern stórsigurinn á fætur öðrum á vinsældalistunum en brátt fór stórstjörnulífið þó að setja mark sitt á þennan „konung rokksins“.

BIRT: 30/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

„Elvis leit út líkt og líkami hans hefði frosið á meðan hann sat á salerninu og hefði síðan dottið fram yfir sig“.

 

Þannig hljóðuðu orð Ginger Alden, unnustu Elvis Presleys, eftir að hún gekk fram á Elvis þann 16. ágúst 1977, svo gott sem lífvana, á salerninu í Graceland í Memphis.

 

Eins og Ginger lýsti þessu var andlit Elvis þakið fjólubláum blettum, augun störðu beint fram og voru blóðhlaupin“.

 

Ekið var í snarhasti með tónlistargoðið á sjúkrahús en Elvis var aðeins 42 ára þegar þarna var komið sögu. Skömmu eftir komuna þangað var hann úrskurðaður látinn.

 

Myndskeið: Sjáðu eitt af síðustu skiptunum sem Elvis kom fram

Fjölskyldan leyndi misnotkuninni

Söngvarinn heimsfrægi var krufinn þennan sama dag. Einn af læknunum sagði síðan fréttamönnum að banamein Presleys hefði reynst vera hjartaáfall og að lyf hefðu ekkert komið við sögu.

 

Þessi niðurstaða var hins vegar hrakin í ummælum þriggja fyrrum lífvarða Presleys sem héldu því fram að söngvarinn hefði í hæsta máta verið háður lyfjum. Staðfesting á framburði þeirra fékkst svo nokkrum dögum síðar þegar blóðsýni sem tekin voru úr líkinu leiddu í ljós að hann hafði tekið inn 14 ólíkar tegundir lyfja , m.a. mikið magn verkjastillandi lyfja.

 

Seinni uppljóstranir sýndu enn fremur fram á að krufningarlæknirinn hefði verið á snærum fjölskyldu Presleys sem gerði allt hvað hún gat til að leyna lyfjamisnotkun tónlistarmannsins.

20 árum eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn í kvikmyndinni „Jailhouse Rock“ var Elvis Presley haldinn offitu og háður lyfjum.

Læknirinn útvegaði lyfin

Það var sjálfur heimilislæknir Presleys, George C. Nichopoulos sem sá honum fyrir lyfjum. Á árinu 1977 einu saman skrifaði hann upp á rösklega 10.000 lyfjaskammta fyrir rokkkónginn.

 

Læknirinn var sviptur lækningaleyfi sínu þremur árum síðar og mál höfðað gegn honum fyrir að hafa ávísað allt of miklu magni lyfja til sjúklinga sinna. Sér til afsökunar staðhæfði Nichopoulos að hann hefði einungis verið að reyna að hafa hemil á lyfjamisnotkun Presleys.

 

Í dag eru sérfræðingar sammála um að dauða stórstjörnunnar hafi borið að vegna hjartaáfalls sem átti rætur að rekja til banvænnar lyfjablöndu.

 

Þessi gífurlega lyfjamisnotkun hafði margar verulega skaðlegar afleiðingar á líf Elvis Presleys sem auk þess að vera haldinn offitu þjáðist jafnframt af sykursýki, of háum blóðþrýstingi, svefnleysi og langvinnri hægðatregðu. Þessir kvillar hafa trúlega haft skaðleg áhrif á hjarta söngvarans.

BIRT: 30/01/2023

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Library of Congress

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is