Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Sérlegur útbúnaður kann að veita nýja von þeim milljónum sem þjást af hjartagalla, ef marka má þýska vísindamenn.

BIRT: 28/02/2025

Vísindamönnum hefur nú í fyrsta sinn tekist að líma sérstakan plástur á hjartað í manni og að fá líffærið þannig til að gera við sig sjálft.

 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu læknadeildarinnar í Göttingen-háskóla, en vísindamennirnir segja nýju tæknina hafa valdið algerum straumhvörfum.

 

Plástrunum var komið fyrir á hjarta 46 ára gamallar konu, sem er fyrsta manneskja í heimi sem þessi útbúnaður er notaður á.

 

Sjálfir telja vísindamennirnir að aðferðin eigi í framtíðinni eftir að verða vænleg lausn fyrir einstaklinga með hjartagalla.

 

Plásturinn er gerður úr stofnfrumum og hefur gert það að verkum að ástand konunnar hefur verið stöðugt á meðan hún hefur verið að bíða eftir hjartaígræðslu. Þetta kemur fram í tímaritinu Nature.

 

Ræktað í rannsóknarstofu

Vísindamennirnir við læknadeildina í Göttingen-háskóla og læknadeildina við háskólann í Schleswig-Holstein lýsa tækninýjunginni í vísindalegri grein þar sem fram kemur að komið hafi verið fyrir á konunni tíu plástrum sem ganga undir heitinu „ræktaður hjartavöðvi“.

 

Plástrarnir samanstanda af hjartavöðvum sem ræktaðir eru í rannsóknarstofu úr þeirri gerð frumna sem geta þróast yfir í ýmsar frumugerðir, en með því er átt við stofnfrumur.

 

Ræktuðu hjartafrumurnar eru látnar hvíla í hlaupi sem getur myndað ytra byrði hjartans og gegnir því hlutverki að gera við hjarta sem hjartagalli leynist í, skrifa vísindamennirnir í fréttatilkynningu.

 

400 milljón frumur

Í þessari nýju grein sem birtist í vísindatímaritinu Nature er bæði sagt frá sjálfri lækningaaðferðinni, svo og fyrri rannsóknum sem leitt höfðu í ljós að öruggt væri að beita aðferðinni.

Rafbylgja fer gegnum hjartað

Fylgst er grannt með hjartslættinum með gangráði sem komið var fyrir í sjúklingnum. Hann sendir taktföst rafboð út í vöðva hjartans, sem sjá líkamanum fyrir súrefnisríku blóði í fullkominni samvinnu sín á meðal.

 

1. Líffræðilegur gangráður stjórnar hjartanu

Sínushnútur er samsafn sérhæfðra frumna og er hann staðsettur í hægri hjartagátt þar sem hann sendir frá sér rafboð með reglulegu millibili. Rafboðin berast þaðan í hjartað eftir sérlegum leiðum sem eiga að tryggja að vöðvar hjartans dragist saman í réttri röð.

 

2. Gáttir hjartans dæla í takt

Gáttirnar tvær dragast fyrst saman. Hægri gáttin felur í sér súrefnissnautt blóð sem farið hefur um líkamann en hin vinstri inniheldur hins vegar súrefnisríkt blóð sem haft hefur viðkomu í lungunum. Gáttirnar tvær dæla blóðinu áfram yfir í hvolfin.

 

3. Lokur tryggja einstefnu

Hjartalokur sem eru staðsettar milli gáttanna og hjartahvolfanna gegna hlutverki ventla sem tryggja að blóðið renni ekki til baka úr hjartahvolfinu yfir í gáttina.

 

4. Hjartahvolfin dæla blóðinu áfram

Samdráttur í báðum hjartahvolfunum er síðasti þátturinn í hjartslættinum. Hægra hjartahvolf, sem er fullt af súrefnissnauðu blóði, sendir innihald sitt yfir í lungun þar sem blóðið tekur í sig súrefni. Vinstra hjartahvolfið, sem er útbúið sterkari vöðvum en hið hægra, dælir súrefnisríku blóðinu út í allan líkamann með stóru slagæðinni sem nefnist ósæð.

Í fyrri tilraunum voru vöðvaplástrarnir gerðir úr allt að 200 milljón frumum.

 

Plástrarnir hrintu af stað uppbyggingu nýrra hjartavöðvafrumna og stuðluðu þar með að bættri hjartastarfsemi, segja vísindamennirnir í fréttatilkynningunni.

 

Getur leyst af hólmi vélar

Konan er fyrsti sjúklingurinn sem fengið hefur plástur á hjartað.

 

Í hverjum þeirra tíu plástra sem komið var fyrir á hjarta konunnar var að finna 400 milljón frumur, stendur í Nature.

Hjörtu okkar slá 100.000 sinnum á sólarhring. Vísindamenn hafa nú komist að raun um að hver einasti sláttur hefur áhrif á heilann þannig að skynfærin slævast, sársaukaþröskuldurinn hækkar og tilfinningarnar verða næmari.

Vísindamennirnir segja hjarta sjúklingsins hafa þróast í afar jákvæða átt eftir að plástrunum með stofnfrumunum var komið fyrir á hjartanu og að það hafi framleitt nýjar hjartavöðvafrumur þrátt fyrir hjartagallann.

 

„Þetta úrræði getur komið í stað vélræns stuðnings í sumum einstaklingum og jafnvel verið varanleg lausn fyrir þá sjúklinga“, segir einn af vísindamönnunum að baki rannsókninni.

Vinstra megin má sjá hjartað áður en plástrinum var komið fyrir á því. Hægra megin sést svo hjartað sex mánuðum eftir að plásturinn var settur á það.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Jebran, AF., Seidler, T., Tiburcy, M. et al. Engineered heart muscle allografts for heart repair in primates and humans. Nature (2025),© Claus Lunau

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is