Reglubundin íhugun getur breytt formgerðinni í heila þínum, styrkt einbeitinguna og minnkað stressið.
Íhugun hefur verið stunduð með mismunandi aðferðum í Austurlöndum um árþúsundir og barst til Vesturlanda upp úr 1960. Síðan hafa vísindamenn rannsakað hvað íhugun gerir nákvæmlega fyrir huga okkar, heila og líkama.
Nú sýnir rannsókn að reglubundin íhugun getur styrkt einbeitinguna, dregið úr stressi og breytt formgerð heila þíns.
Segulómun sýnir líkamlegar breytingar
Vísindamennirnir rannsökuðu 600 manns sem skipt hafði verið upp í þrjá hópa. Hver hópur æfði eina gerð íhugunar, sem þeir áttu að stunda í 30 mínútur á degi hverjum, sex daga vikunnar í þrjá mánuði.
Segulómun sýndi síðar að heilinn hafði breytt formgerð sinni og jafnframt að breytingarnar tengdust því hvaða gerð íhugunnar þátttakendur hefðu nýtt.
Fyrsti hópurinn hafði verið þjálfaður í svokallaðri „mindfulness meditation“ og þar sáu vísindamenn aukningu í fjölda taugunga í framheilanum, en það er hann sem stýrir ákvarðanatöku okkar sem við styðjumst við þegar við leitumst við að skilja og leysa ýmis vandamál.
Íhugun minnkar stressið
Hinir tveir hóparnir notuðu andardráttar-íhugun ásamt mismunandi æfingum sem miða að því að vekja upp sterkari tilfinningu viðkomandi fyrir sjálfum sér.
Þar sáu vísindamenn breytingar í heilaberkinum, því svæði heilans sem tengist tilfinningalegri stjórn.
Blóðsýni sýndu auk þess að magn stresshormónsins kortisóls hafði fallið um ríflega helming.
Ennisblaðið (Frontal lobes) óx við mindfullness-íhugun meðan randbörkurinn (Limbic system) stækkaði hjá þeim hópum, sem gerðu æfingar til að styrkja sjálfsvitundina.