Lifandi Saga

Indíánar í miðri Lundúnaborg gerðu Breta orðlausa

Íbúar í London voru vanir að sjá tigna gesti í opinberum heimsóknum hjá breska kónginum en árið 1710 misstu þeir algerlega andlitið þegar þeir komu auga á berleggjaða indíána með boga á öxlinni.

BIRT: 23/11/2024

Íbúar bresku höfuðborgarinnar gláptu linnulaust á mennina sem stóðu á rauða dreglinum fyrir framan St. James höllina í London. Laugardaginn 19. apríl árið 1710 var þessum gestum frá nýja heiminum boðið í áheyrn hjá Önnu Bretadrottningu (1702-1714).

 

Indíánarnir fjórir voru hávaxnari og heilsusamlegri útlits en flestir íbúar Lundúnaborgar. Þó svo að bestu klæðskerar bæjarins hefðu séð þeim fyrir vestum, skikkjum og sokkum, gat hver og einn séð að þeir tilheyrðu framandlegum menningarheimi.

 

Indíánarnir voru skreyttir með óhugnanlegu húðflúri í andlitinu en erindi þeirra var ekki einvörðungu að vera til sýnis sem einhverjir furðufuglar.

 

Indíánarnir voru bandamenn drottningarinnar

Leiðtogi indíánanna kallaðist Tee Yee Neen Ho Ga Row en um var að ræða valdamikinn mann í hinu svokallaða Irókesa-bandalagi. Í för með honum voru tveir höfðingjar úr ættflokki hans, auk náins bandamanns úr Mohawk-ættflokknum. Þegar áheyrn indíánanna hófst sagði leiðtogi þeirra:

 

„Þú mikla drottning, við höfum verið sem sterkbyggður múr og staðið vörð um öryggi ensku landnemanna, jafnvel þegar það hefur kostað líf okkar bestu manna“.

 

Hann fór þess því næst á leit við drottninguna að hún sæi honum fyrir frekari hernaðaraðstoð til þess að hann gæti staðið uppi í hárinu á Frökkum og bandamönnum þeirra úr hópi annarra indíána. Allar götur frá árinu 1702 höfðu Irókesar barist með Bretum í þeim átökum sem síðar meir var farið að kalla styrjöld Önnu drottningar.

 

Drottningin hafði þörf fyrir alla þá bandamenn sem henni tókst að safna saman í Norður-Ameríku og hún jós gjöfum yfir indíánana. Hún lofaði þeim jafnframt umtalsverðum liðsauka.

 

Tee Yee Neen Ho Ga Row er sagður hafa boðist til að sýna veiðihæfileika indíánanna með því að leggja að velli hjört án notkunar vopna en ekki er vitað til að þeim hafi verið leyft að sýna veiðitækni þessa.

Lífshættir frumbyggja Ameríku hafa verið goðsagnakennt viðfangsefni allt frá því að nýlenduherrar Evrópu stigu fæti á meginland Norður-Ameríku. Hér eru svör við 21 spurningu um allt frá vísundaveiðum til reykmerkja.

Að heimsókninni lokinni var málað opinbert málverk af fjórum indíánum og þeim boðið að skoða það helsta sem Lundúnir höfðu upp á að bjóða: Leikhúsin, Thamesá, stórveislur og bjarnarbardaga.

 

Hálfum öðrum mánuði síðar var siglt með alla leiðangursmennina til baka til New York og ári síðar barst svo liðsaukinn sem lofað hafði verið.

HÖFUNDUR: Søren Flott

John (Johannes) Verelst (1648-1734)/Canada’s History Society/Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is