Árið 1903 byrjar Gillette að framleiða rakvél með skiptanlegu blaði. Í október það ár birtast fyrstu auglýsingarnar í blöðum og tímaritum. Í auglýsingunum er lögð áhersla á öryggi, ásamt því að eftir raksturinn sé húðin jafn mjúk og á kornabarni. Já, jafnvel kornabarn getur notað Gillette án þess að skera sig.