Þann 6. ágúst 1945 var verkfræðingurinn Tsutomu Yamaguchi staddur í Hírósíma þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina.
Það má kalla kraftaverki líkast að hann skyldi sleppa með brunasár og sprengda hljóðhimnu. Hann reis upp umkringdur líkum og skildi ekkert í dómsdagsafli þessarar sprengju. Daginn eftir hraðaði hann för sinni til heimaborgar sinnar – Nagasakí.
Þar mætti hann samviskusamlega til vinnu, vafinn sárabindum. Yfirmaður hans dró geðheilsu hans í efa og neitaði að trúa að hægt væri að leggja borg á stærð við Hírósíma í rúst með einni sprengju.
Yamaguchi var í miðjum klíðum að reyna að sannfæra yfirmann sinn, þegar önnur kjarnorkusprengja þeytti honum um koll.
Svo ótrúlegt sem það er, lifði Tsutomu Yamaguchi líka af sprenginguna í Nagasakí. Kona hans og sonur lifðu reyndar einnig af þessa helsprengju. Og nú, 64 árum síðar er þessi „heppnasti maður í heimi“ enn á lífi, orðinn 93 ára gamall.