Lifandi Saga

Jim Jones hvatti fylgjendur sína til að fremja sjálfsmorð

Þegar fjölmiðlar fóru að fylgjast grannt með sértrúarsöfnuðinum Peoples Temple kaus trúarleiðtoginn Jim Jones að flytjast búferlum með fylgjendur sína til Guyana í Suður-Ameríku. Þetta reyndist verða þeirra hinsta ferð.

BIRT: 16/09/2022

 

Blóðbaðið í Jonestown átti sér stað hinn 18. nóvember 1978, þegar rösklega 900 meðlimir sértrúarsafnaðarins Peoples Temple frömdu fjöldasjálfsmorð í frumskóginum í Guyana.

 

Meðlimir sértrúarreglunnar voru leiddir í opinn dauðann af leiðtoganum Jim Jones – fyrrum presti sem sett hafði á stofn trúarreglu á sjötta áratugnum sem grundvallaðist bæði á kristinni trú og kommúnisma. Settar voru á laggirnar nokkrar deildir í Kaliforníu sem löðuðu að sér mörg þúsund fylgjendur.

 

Jim Jones áleit sig vera eins konar blöndu af Jesú Kristi og Lenín.

Prestur breyttist í morðóðan trúarleiðtoga

Maðurinn að baki Jonestown-fjöldasjálfsmorðunum, Jim Jones, var sjálfskipaður prestur og yfirlýstur kommúnisti.

 

Á árunum upp úr 1950 lagði hann grunn að Peoples Temple, reglu sem barðist fyrir félags- og kynþáttajöfnuði og laðaði einkum að sér ungt fólk sem hreifst af persónutöfrum leiðtogans.

 

Þegar frá leið þróaðist kirkjan yfir í sértrúarsöfnuð með Jones sem einráðan, vænisjúkan leiðtoga, jafnframt því sem sífellt fleiri sögur heyrðust um misnotkun á safnaðarmeðlimum. Þegar Jones hafði leitt ríflega 900 manns í opinn dauðann skaut hann sig í höfuðið.

Starfsemi trúarreglunnar á vinstri vængnum varð þess valdandi að fjölmiðlarnir fylgdust grannt með Peoples Temple og árið 1977 ákvað Jones að flytjast með trúarhóp sinn til Guyana í Suður-Ameríku og setja þar á laggirnar draumasamfélag sem hann kallaði Jonestown.

 

Stuttu eftir flutninginn bárust fréttir af því að meðlimunum væri haldið föngnum og árið 1978 kom nefnd á vegum bandaríska ríkisins í búðir Jones til að rannsaka ásakanirnar. Meðan á heimsókninni stóð lét Jones sitt fólk myrða fimm af fulltrúum nefndarinnar.

 

Sjáðu loftmyndir frá fjöldasjálfsmorðsstaðnum.

Jonestown var á einangruðum stað í frumskóginum um 250 km frá höfuðborginni Georgetown.

Meðal hinna látnu voru margir eldri borgarar og mörg börn. Alls um 30 prósent þeirra 909 sem létust voru börn.

Skálinn var miðpunktur dagslegs lífs í Jonestown. Hér átti sér stað ýmiss konar sameiginleg starfsemi, svo sem eins og kennsla í sósíalisma og þar voru einnig sýndar áróðursmyndir frá Sovétríkjunum.

Eitrið sem dró 909 meðlimi sértrúarsafnaðarins til dauða samanstóð af safa, sem blásýru, valíum og vímuefnum hafði verið bætt út í. Eiturblöndunni var sprautað upp í munninn á börnunum en fullorðnir fengu banvæna blönduna úr bollum sem dýft var í stórt málmfat

 

Eitrið dró fólkið til dauða á 20-30 mínútum.

Jonestown var á einangruðum stað í frumskóginum um 250 km frá höfuðborginni Georgetown.

Meðal hinna látnu voru margir eldri borgarar og mörg börn. Alls um 30 prósent þeirra 909 sem létust voru börn.

Skálinn var miðpunktur dagslegs lífs í Jonestown. Hér átti sér stað ýmiss konar sameiginleg starfsemi, svo sem eins og kennsla í sósíalisma og þar voru einnig sýndar áróðursmyndir frá Sovétríkjunum.

Eitrið sem dró 909 meðlimi sértrúarsafnaðarins til dauða samanstóð af safa, sem blásýru, valíum og vímuefnum hafði verið bætt út í. Eiturblöndunni var sprautað upp í munninn á börnunum en fullorðnir fengu banvæna blönduna úr bollum sem dýft var í stórt málmfat

 

Eitrið dró fólkið til dauða á 20-30 mínútum.

 

Hljóðupptökur frá Jonestown leiddu í ljós að leiðtoginn hafði tilkynnt fylgjendum sínum að herinn myndi ráðast til atlögu innan skamms og að þau neyddust til að fremja „byltingarsinnað sjálfsmorð“.

 

Sjá myndband frá Jonestown eftir fjöldamorðið:

Síðan hvatti hann fylgjendur sína til að taka inn eitraða blöndu, úr m.a. blásýru, á meðan vopnaðir menn héldu vörð. Þegar yfirvöld mættu á staðinn næsta dag blöstu við þeim lík 909 safnaðarmeðlima sem eitrað hafði verið fyrir í frumskógarbúðunum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

Imageselect, © Nancy Wong

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is