Af hverju breytir tunglið um lit?

Hvernig stendur á því að tunglið skuli stundum vera hvítt eða fölgrátt, en stöku sinnum allt að því appelsínugult að sjá?

Þegar tunglið er niðri undir sjóndeildarhring verður það rauðleitara að sjá en þegar það er hátt á himni. Ástæðan er sú að gufuhvolf jarðar dreifir ljósinu. Dreifingin er misjöfn eftir litum og blátt ljós, sem er á stuttri bylgjulengd, dreifist meira en rautt ljós á lengri bylgjulengd. Þegar tunglið ber lágt yfir sjóndeildarhring þarf ljósið að fara lengri leið gegnum gufuhvolfið áður en það nær augum okkar.

 

Á leiðinni dreifist bláa ljósið til allra átta og það ljós sem nær alla leið er þess vegna talsvert rauðleitt. En sé tunglið hátt á himni fer ljósið mun styttri vegalengd um gufuhvolfið og megnið af bláa ljósinu nær því líka alla leið. Það skapar hvíta litinn.

 

Sama fyrirbrigði sjáum við hjá sólinni sem verður allt að því hvít þegar hún er hæst á himni, en verður rauðleitari við sólarupprás og sólarlag.

 

 
 
(Visited 126 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR