Skrifað af Loftlag og umhverfi

Hvað er bláhol?

Bláhol er hola eða „gat“ í kalkbotni á grunnsævi. Þessar holur geta orðið allt að 100 metra djúpar og sjórinn getur iðulega tekið á sig mjög bláan lit, vegna þess að hér er dýpra en á grunnsævinu í kring.

Holurnar eru leifar frá ísöld þegar hér var þurrlendi, vegna þess hve stór hluti vatns á jörðinni var bundinn í jöklum. Holurnar mynduðust fyrir tilverknað regns sem á þúsundum ára leysti upp kalkið í berginu. Þar sem regnvatn komst niður um sprungur, myndaði það smám saman holur og hella, rétt eins og þá dropasteinshella og aðra hella í kalkríku bergi sem við þekkjum nú. Þegar vatnið hafði grafið nógu mikið undan yfirborðinu féll það saman og myndaði jarðfall, sem nú er sem sagt bláhol í sjávarbotninum.

Neðansjávarhellar út frá bláholunum skapa ákveðna hættu. Köfurum getur þótt spennandi að leggja leið sína inn í þá, en hér er töluverð hætta á að villast, skadda köfunarbúnaðinn eða fyllast skelfingu. Ákafi óreyndra áhugakafara á því að ná alla leið til botns, getur líka skapað hættu, því strax á 30-40 metra dýpi getur kafarinn fengið köfnunarefniseitrun. Hún lýsir sér svipað og áfengisvíma og er síður en svo heppileg í köfun.

Subtitle:
Á ferðalagi í Egypalandi var mér ráðið frá því að kafa í „bláhol“ eða „blue holes“. Hvernig myndast þessar holur og hvers vegna er hættulegt að kafa ofan í þær?
Old ID:
687
519
(Visited 13 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.