Hve mikið hækkar sjórinn ef allur ísinn bráðnar?

Í loftslagsfræðilegu samhengi er íshellum hnattarins oft skipt í þrennt. Langmestur hluti alls íss á jörðinni er bundinn við suðurskautið. Næststærsta íshellan er Grænlandsjökull, sem þó er ekki nema svo sem tíundi hluti í samjöfnuði við suðurskautsísinn. Í þriðja lagi eru svo allir aðrir jöklar og ísbreiður víðs vegar um heim, en þetta er reyndar afar lítill hluti alls íssins.

Ef allur ís bráðnaði myndi stór hluti Suðurskautslandsins fara undir vatn og þetta þarf að draga frá þegar sjávarhækkun er reiknuð. Vatnið sem bundið er í íshellum á floti kringum Suðurskautslandið þarf líka að draga frá, því þær ryðja nú þegar frá sér jafn miklu vatni og í þeim er að finna – samkvæmt lögmáli Arkímedesar.

Á grundvelli þessara staðreynda hafa sérfræðingar hjá Loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna reiknað út að ísinn við suðurskautið myndi hækka vatnsborð heimshafanna um 61,1 metra, Grænlandsjökull um 7,2 metra en annar ís á jörðinni myndi svo bæta við svo sem hálfum metra. Til samanburðar má geta þess að á síðustu ísöld, þegar íshellur huldu stór landsvæði norðarlega á hnettinum, er talið að sjávarborð hafi verið um 100 metrum lægra en nú.

Vísindamenn hjá NASA hafa sýnt fram á að á tímabilinu 1992-2002 hafi ísmagn við suðurskautið minnkað lítillega, en Grænlandsjökull hafi á hinn bóginn þykknað af völdum aukinnar snjókomu. Samanlagt hefur hækkun sjávarmáls aðeins að litlu leyti stafað af bráðnun íss. Meginástæðan er sú að hækkað hitastig hefur valdið útþenslu vatnsins í höfunum.

Subtitle:
Old ID:
805
623
(Visited 58 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.