Lifandi Saga

Kattalúgu ætlað að vernda stjörnuklukku

Allar götur frá því á 16. öld hafa kettir komist leiðar sinnar inn í dómkirkjuna í borginni Exeter í Englandi. Kettirnir gegndu nefnilega sérlegu hlutverki sem fólst í viðhaldi á hinum ýmsu tannhjólum kirkjuklukkunnar.

BIRT: 08/02/2025

Undir lok 16. aldar hafði biskupinn William Cotton við dómkirkjuna í ensku borginni Exeter fengið sig fullsaddan af músagangi. Tannhjól klukkunnar voru smurð með dýrafitu og lyktin af henni laðaði að litlu nagdýrin.

 

Mýsnar klifruðu upp eftir snúrunum sem klukkulóðin héngu í og þaðan inn í sjálfa klukkuna þar sem þær hámuðu í sig fituna. Tannhjólin snerust fyrir vikið ekki jafn greiðlega og ella og þetta orsakaði að sama skapi slit á hreyfiflötum klukkunnar.

 

Biskupinn dó hins vegar ekki ráðalaus. Eins og fram kemur í árbókum dómkirkjunnar greiddi Cotton árið 1598 smiði einum fyrir að gera hringlaga gat á kirkjuhurðina. Kettir komust þá óáreittir inn og út um lúguna og mýsnar hættu að gera óskunda.

 

Kettir á launaskrá

Ef marka má bókhaldsbækur dómkirkjunnar hafa kettir verið ráðnir til músaveiða við dómkirkjuna í Exeter allar götur frá því á 14. öld. Launin námu 13 penníum sem jafngildir um 1.400 íslenskum krónum í dag og voru þau greidd á þriggja mánaða fresti.

 

Upphæðin var greidd „fjárhaldsmanni kattanna“ (lat.: custoribus pro cato). Að öllum líkindum hefur verið um að ræða mann sem leit eftir köttunum og keypti handa þeim fæðu fyrir peningana.

 

Kattalúgan í Exeter var lengi vel talin vera sú elsta í Englandi, allt þar til keppinautur birtist á sjónarsviðinu. Árið 2013 státaði Chetham bókasafnið í Manchester sig af því á Twitter-síðu safnsins að kattalúga þeirra stafaði „frá miðöldum“, einhvern tímann á síðari hluta 15. aldar.

Chetham's Library (til vinstri) og dómkirkjan í Exeter (hægri) segjast vera með elstu kattarlúgu Englands.

Kattalúguna á Chetham-bókasafninu er að finna á hurðinni á steinbyggingu safnsins sem reist var árið 1421.

 

Tilgangurinn með lúgunni var að tryggja að kettir hverfisins gætu gengið óáreittir inn og út til þess að hafa hemil á músum hverfisins sem sóttu ákaflega mikið í bæði pappír og bókfell.

 

Fræðimenn vita hins vegar ekki hvenær lúgan í Manchester var gerð, né heldur hvenær henni var komið fyrir.

 

Ef hins vegar hurðin og lúgan eiga rætur að rekja til miðalda verður kattalúgan í Manchester að teljast vera sú elsta í Englandi.

 

Báðar eru kattalúgurnar til í dag þó svo að músunum hafi fækkað. Í Exeter er stjörnuklukkan ekki smurð með dýrafitu lengur, heldur olíu.

HÖFUNDUR: Natasja Broström , Andreas Abildgaard

Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is