Vísindamenn hafa fundið tengsl á milli gosdrykkja og sköllóttra karlmanna

Kínverskir vísindamenn hafa nú fundið tengsl á milli hárprýði karla og neyslu á sykruðum gosdrykkjum.

BIRT: 17/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Sköllóttir karlar (og jafnvel konur) hafa alltaf verið til en tíðni hárloss hefur aukist verulega í gegnum árin, sem og neysla á sykruðum gosdrykkjum. Stóra spurningin er, eru tengsl þar á milli?

 

Í mörg ár hefur læknavísindin grunað að mikil sykurneysla geti valdið hárlosi og nú sýnir ný kínversk rannsókn sem birt var í tímaritinu Nutrients, að bein tengsl séu að öllum líkindum á milli neyslu á sætum drykkjum og hættunni á hárþynningu.

 

Spurningalista var svarað nafnlaust

Það eru vísindamenn frá Tsinghua háskólanum í Peking sem sett hafa neyslu á sykruðum gosdrykkjum meðal stórs hóps 18-45 ára karla undir smásjána.

 

Með spurningalista sem þátttakendur voru beðnir um að fylla út nafnlaust, öfluðu vísindamenn upplýsinga um gosdrykkjaneyslu karla, heilsufarsvandamál, reykinga- og drykkjuvenjur og vandamál með hárið. Einnig var leitast við að svara fjölda sálfræðilegra spurninga.

 

Fjórir lítrar af sykruðum drykkjum á viku

Mjög áhugaverð niðurstaða kom í ljós.

 

Til dæmis reyndust þátttakendur með skalla drekka næstum fjóra og hálfan lítra af sykruðum gosdrykkjum í hverri viku sem var tvöfalt það magn sem þátttakendur neyttu sem ekki höfðu misst hárið.

 

Kínversku vísindamennirnir segja þó að fleiri rannsóknir séu nauðsynlegar til þess að hægt sé að álykta um endanleg tengsl. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem vísindin sjá sykur og hárlos haldast í hendur.

Insúlínviðnám og bólgur

Strax árið 2000 komust finnskir vísindamenn að því að fólk með háan blóðþrýsting, insúlínviðnám og offitu hafði meiri tilhneigingu til að vera sköllótt. Það eru nokkrir þættir sem koma til greina sem ástæður, til dæmis að mikil sykurneysla getur valdið bólgum og leitt til þess að líkaminn getur ekki framleitt nóg af þeim hormónum sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigðan og eðlilegan hárvöxt.

 

Of mikill sykur skaðar heilsuna

Hins vegar ætti fegurð hárs þíns ekki að vera eina ástæðan fyrir því að takmarka sykurneyslu þína.

 

Mikil dagleg neysla af unnum sykri og auðveldlega niðurbrjótanlegum kolvetnum er skaðleg fyrir margt annað. Þetta getur til dæmis valdið því að líkaminn bregst minna og minna við insúlíni sem brisið framleiðir. Afleiðingarnar geta verið insúlínviðnám og í versta falli sykursýki 2. Að auki tengja vísindamenn mikla daglega sykurneyslu við offitu og aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

BIRT: 17/02/2023

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is