Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Þrátt fyrir að aðhyllast þægilega sófa og fullar matarskálar eru kettir engu að síður þó nokkuð villtari en önnur húsdýr. Nú hefur víðfeðm erfðaefnarannsókn leitt í ljós hvar kettir fyrst fóru að fylgja mönnunum og hvernig þeir dreifðust um gjörvallan heim.

BIRT: 21/04/2024

Kettir deyða árlega allt að fjóra milljarða fugla og 22 milljarða lítilla spendýra, í Bandaríkjunum einum.

 

Eðlisleg þörf þeirra fyrir að veiða mýs var einmitt ástæða þess að forfeður okkar buðu þetta rándýr velkomið inn á heimili sín.

 

Nú hefur tekist að sýna fram á í víðtækri erfðaefnarannsókn hvenær heimiliskettir, Felis catus, vinguðust við mennina og breiddust síðan út um gjörvallan heim.

 

Með því að kortleggja erfðavísa katta höfum við öðlast nýja innsýn í venslin á milli manna og katta. Þessi vitneskja gagnast okkur við að skilja hvernig það megi vera að kettir hafa varðveitt villieðli sitt í langtum ríkara mæli en við á um önnur húsdýr.

 

Kettir eru í raun réttri svo mikið sínir eigin herrar að einn vísindamannanna að baki rannsókninni spyr sig hvort við í raun réttri getum kallað ketti húsdýr.

 

Og hvort þeir nokkurn tímann eigi eftir að verða það.

 

Landbúnaður laðaði að villiketti

Kettir eru vinsæl gæludýr. Ef marka má Alþjóðlega náttúruverndarsjóðinn eru til um 600 milljón heimiliskettir á heimsvísu.

 

Þó svo að kettir séu algeng sjón í borgum og á heimilum um gjörvallan heim er margt í sögu dýrsins og uppruna þess enn á huldu, ellegar sveipað dulúð.

 

Fornleifar hafa gefið til kynna að villikettir hafi fyrst farið að lifa innan um menn á hinum svonefnda „frjósama hálfmána“ en um er að ræða svæði í Mið-Austurlöndum sem teygir sig frá austurströnd Miðjarðarhafsins yfir til Persaflóa. Þar myndaðist fyrsta landbúnaðarsamfélagið fyrir hartnær 12.000 árum og korngeymslurnar löðuðu að mýs og önnur nagdýr.

 

Vísindamenn eru þeirrar skoðunar að villikettir hafi notfært sér kraðakið umhverfis híbýli fólks og þegar svo í ljós kom að köttum tókst að halda meindýrum í skefjum myndaðist bandalag katta og manna.

 

Kettir voru í miklum metum sem leiddi m.a. til þess að þeir voru teknir í guðatölu í Egyptalandi til forna.

Kettir skiptu sköpum fyrir menningu Egypta sem m.a. sést af þessu málverki frá því um 1950 árum f.Kr.

Síðan fór fólk að taka kettina með sér þegar það fluttist búferlum. Fornleifar hafa m.a. leitt í ljós að fyrstu landnámsmennirnir á Kýpur hafi haft meðferðis ketti og hafi meira að segja látið greftra þá sér við hlið.

 

Þessir dreifðu fornleifafundir nægja þó ekki til að varpa ljósi á alla söguna um uppruna kattanna. Fyrir vikið hóf alþjóðlegt teymi vísindamanna, frá m.a. Bandaríkjunum, Þýskalandi og Brasilíu, nýlega að rannsaka til hlítar erfðavísa katta um gjörvallan heim.

 

Niðurstöðurnar leiddu í ljós hvenær kettir fóru að búa innan um menn og með hvaða móti þeir síðan dreifðust um allan heim.

 

Vísindamenn rannsaka erfðaefni katta til hlítar

Vísindamenn alls staðar að úr heiminum, undir stjórn bandaríska erfðafræðingsins Leslie Lyons, hafa kortlagt erfðaefni hartnær 2.000 katta víðsvegar að úr heiminum, einkum frá Evrópu, Asíu og Afríku.

 

Rannsóknin leiddi í ljós að kettir líkjast hver öðrum í stórum dráttum, óháð því hvaðan úr heiminum þeir stafa.

 

Líkt og við á um menn fá kettir ólíkar útgáfur sömu erfðavísa frá móður og föður. Þeir eru því það sem kallast arfblendingar.

Heimiliskettir eiga rætur að rekja til villtra katta, Felis silvestris sem lifa í Afríku og Mið-Austurlöndum.

Þeim mun meiri skyldleiki sem ríkir milli móður og föður, því fleiri eins útgáfur erfðavísanna fá kettir.

 

Núlifandi kettir á frjósama hálfmánanum eru með meiri erfðabreytileika en við um á ketti sem lifa lengra í burtu. Fyrir bragðið telja vísindamenn að kettir hafi flutt inn á heimili manna og orðið að heimilisdýrum á hálfmánanum fyrir um 12.000 árum.

 

Þeim mun lengra frá frjósama hálfmánanum sem kettir lifa, því minni verður fjölbreytileikinn. Þetta er unnt að skýra á þann hátt að kattastofnarnir sem fylgdu landnámsmönnum hafi bæði verið minni og einangraðri og fyrir vikið hafi verið meiri hætta á innrækt.

 

Kettir um gjörvallan heim hafi þannig ekki orðið heimiliskettir þar sem þeir lifa í dag. Kettir hafi byrjað að lifa meðal manna í Mið-Austurlöndum og þegar svo landbúnaður barst til Evrópu og Asíu hafi kettir fylgt með og að öllum líkindum verið eftirsótt söluvara.

 

Þó svo að einungis sé örlítill erfðafræðilegur munur á heimilisköttum hér og þar í heiminum tókst vísindamönnunum sem kortlögðu erfðaefni katta engu að síður að greina að erfðaefnalíkindunum fækkaði eftir því sem landfræðilegu fjarlægðirnar milli stofnanna urðu meiri.

 

Fyrir bragðið er örlítill en þó þýðingarmikill, erfðafræðilegur munur á köttum í Evrópu annars vegar og Suðaustur-Asíu hins vegar.

Kötturinn varð meindýraeyðir

Erfðafræðirannsóknir á núlifandi köttum hafa svipt hulunni af því hvenær kettir vinguðust fyrst við menn og dreifðust um gjörvallan heiminn.

1. Landbúnaður laðaði að villta ketti

Maðurinn settist að á frjósama hálfmánanum og hóf að rækta land fyrir einum 12.000 árum. Uppskeran laðaði að nagdýr sem síðar meir freistuðu katta sem við smám saman gerðum að heimilisvinum.

2. Kettir fylgja akurrækt

Þegar fram liðu stundir breyttust villtu kettirnir í heimilisketti og þegar landbúnaður barst til Asíu, Afríku og Evrópu fylgdi kötturinn manninum. Heimiliskettir hafa sennilega dreifst sökum þess að köttunum hugnaðist það, auk þess sem þeir voru söluvara.

3. Siglt var með ketti til nýrra heimsálfa

Kettir bárust ekki til Ameríku og Ástralíu fyrr en á 16. og 17. öld þegar Evrópubúar sigldu til þessara staða og tóku búsetu þar. Þar sem engir kettir höfðu lifað í þessum heimsálfum áður eru núlifandi kettir þar af evrópskum uppruna.

Kötturinn varð meindýraeyðir

Erfðafræðirannsóknir á núlifandi köttum hafa svipt hulunni af því hvenær kettir vinguðust fyrst við menn og dreifðust um gjörvallan heiminn.

Landbúnaður laðaði að villta ketti

Maðurinn settist að á frjósama hálfmánanum og hóf að rækta land fyrir einum 12.000 árum. Uppskeran laðaði að nagdýr sem síðar meir freistuðu katta sem við smám saman gerðum að heimilisvinum.

2. Kettir fylgja akurrækt

Þegar fram liðu stundir breyttust villtu kettirnir í heimilisketti og þegar landbúnaður barst til Asíu, Afríku og Evrópu fylgdi kötturinn manninum. Heimiliskettir hafa sennilega dreifst sökum þess að köttunum hugnaðist það, auk þess sem þeir voru söluvara.

3. Siglt var með ketti til nýrra heimsálfa

Kettir bárust ekki til Ameríku og Ástralíu fyrr en á 16. og 17. öld þegar Evrópubúar sigldu til þessara staða og tóku búsetu þar. Þar sem engir kettir höfðu lifað í þessum heimsálfum áður eru núlifandi kettir þar af evrópskum uppruna.

Útbreiðsla heimiliskatta til fjarlægra heimsálfa, í líkingu við m.a. Ameríku og Ástralíu, átti sér ekki stað fyrr en miklu seinna, þegar evrópsku landnemarnir sigldu til fjarlægra stranda á 16. öld.

 

Kisan er enn villidýr

Menn hafa allar götur tamið og ræktað fram tiltekna eiginleika sem þeim hugnast í hinum ýmsu dýrum.

 

Mjólkurkýr hafa sem dæmi verið ræktaðar til að framleiða óeðlilega mikið magn mjólkur, hestar til að verða rammefld vinnudýr og hundar til að nota á öllum mögulegum sviðum, allt frá því að gagnast við refaveiðar, vera fjárhundar eða sleðahundar.

 

Ketti hefur hins vegar ekki tekist að temja á áþekkan máta.

,,Í raun má segja að kettir séu hálftamdir og heimilisdýr að hluta til.”
Leslie Lyons erfðafræðingur

Þó svo að flestir geti mæta vel þekkt í sundur úlf og hund er sýnu erfiðara að greina villikött frá heimilisköttum.

 

Þó svo að heimiliskettir lifi hinu ljúfa lífi, séu dekraðir og fóðraðir, þarf ekki meira en smá þrusk í runna til að vekja eðlislægt veiðieðli þeirra.

 

Andstætt við það sem við á um önnur heimilisdýr geta heimiliskettir mæta vel spjarað sig úti í náttúrunni.

Kötturinn þinn er enn villidýr

Veiðieðlið hefur ekkert rýrnað meðal heimiliskatta og þeir merkja sér yfirráðasvæði daglega. Hér eru þrjár vísbendingar um að kettirnir ykkar séu ekki eins mikil heimilisdýr og mætti ætla í fljótu bragði.

1. Augun eru löguð að veiðum

Sjáöldrin geta breyst úr því að vera hringlaga, til þess að skynja hvað mesta birtu, yfir í aflöng sjáöldur sem hæfa einkar vel til að beita svonefndri þrívíddarsjón þar sem fjarlægðin að t.d. bráð er mæld með hliðsjón af mismuninum á sjónrænum skynáhrifum á augun tvö.

2. Líkami kattarins er skapaður fyrir veiðar úr hæð

Sveigjanleg beinagrindin hentar fullkomlega fyrir veiðar úr tré. Viðbeinið er ekki áfast öxlinni, líkt og hjá okkur mönnunum

3. Þófar gefa til kynna yfirráðasvæði

Líkt og við á um villta ketti krafsa heimiliskettir til að merkja sér yfirráðasvæði. Ummerkin um krafs kattanna eru ekki einvörðungu sýnileg. Þófarnir fela nefnilega einnig í sér kirtla sem gefa frá sér boðefni.

Sjálfstæði og veiðieðli þeirra hefur nefnilega ekkert látið á sjá, jafnvel furðu lítið.

 

Þó svo að þessi kærleiksríku malandi loðdýr séu óttaleg krútt, gefur tölfræðin til kynna að þau séu meðal banvænustu rándýra jarðar.

 

Auk þess sem kettir deyða milljarða fugla og lítilla spendýra ár hvert hafa þeir enn fremur ógnað tilvist heilu dýrategundanna.

Kettir hafa útrýmt 63 dýrategundum

Þetta sýnir áströlsk rannsókn frá árinu 2016

Kettir nútímans eru raunar ekki aðeins einstök blanda indælla gæludýra og samviskulausra morðingja því þeir geta jafnframt gagnast okkur við að þróa betri meðhöndlun gegn sjúkdómum.

 

Uppspretta heilsu

Erfðamengi katta, þ.e. erfðaefni þeirra í heild, minnir meira á erfðamengi okkar mannanna heldur en við á um t.d. mýs og hunda. Þess vegna geta erfðafræðirannsóknir á köttum einnig veitt mikilvægar upplýsingar um okkur mennina og sjúkdóma sem herja á okkur.

 

Sami erfðagalli í köttum og mönnum ber t.d. ábyrgð á svonefndum blöðrunýrnasjúkdómi, þar sem blöðrur smám saman leysa af hólmi heilbrigðan nýrnavef og skadda starfsemi nýrnanna.

 

Þessa vitneskju hafa vísindamenn komist yfir með því að rannsaka erfðaefni katta í því skyni að skilja betur hvernig sjúkdómurinn þróast og dreifir sér og hver áhrif fæða og lifnaðarhættir hafa á hann.

 

Það eru ekki einvörðungu erfðaupplýsingar loðdýrsins sem geta haft lækningamátt. Nálægð dýranna getur nefnilega að sama skapi stuðlað að heilbrigði.

 

Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að nábýli við ketti hefur vænleg áhrif á heilsu okkar.

 

Bandarískir vísindamenn við Georgia Southern háskólann komust að raun um að kattaeigendum er síður hætt við að deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma en við á um hundaeigendur og þá sem engin gæludýr eiga.

 

Þessi verndandi áhrif eru ekki talin stafa af aukinni líkamshreyfingu. Vísindamenn telja á hinn bóginn að áhrifanna gæti sökum róandi áhrifa katta á eigendur þeirra.

 

Þó svo að margir heimiliskettir veiði ekki lengur meindýr er loðdýr þetta í hávegum haft, auk þess sem sannað er að það hefur vænleg áhrif á menn.

 

Þar af leiðandi bendir allt til þess að kettir eigi eftir að halda áfram að vera fylgisveinar okkar – ef þeim svo hugnast.

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

© Shutterstock & Lotte Fredslund,© Heritage Images/Getty Images,© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is