Alheimurinn

Kjarni jarðar hægir á sér

Rannsókn sýnir að hægst hefur á snúningi kjarna jarðarinnar frá 2010. Ástæðan er þó ekki ljós.

BIRT: 15/01/2025

Innsti kjarni jarðar er þétt og glóandi heit kúla úr nikkel og járni. Frá fótum okkar niður að kjarnanum eru um 5.100 km en að umfangi er hann um tveir þriðju af stærð tunglsins.

 

Síðustu tvo áratugi hafa hreyfingar kjarnans verið mjög til umræðu meðal jarðvísindamanna. Sumir telja hann snúast hraðar en yfirborð jarðar en aðrir hafa verið á alveg öndverðri skoðun. Nú hefur nokkru ljósi verið varpað á þetta.

 

Hópur vísindamanna sem stýrt er frá Suður-Kaliforníuháskóla (USC) í BNA hefur komist að þeirri niðurstöðu að snúningshraði kjarnans fari minnkandi.

 

Jarðskjálftamælingar

Við rannsóknina voru notuð gögn jarðskjálftamæla frá 121 jarðskjálftahrinu við eyjarnar Suður-Samlokueyjar sem eru sunnarlega í Atlantshafi. Gögnin náðu frá 1991-2023.

 

Til viðbótar studdust vísindamennirnir við gögn frá kjarnorkutilraunum Sovétmanna á árunum 1971-74 ásamt gögnum frá kjarnorkutilraunum Bandaríkjamanna og Frakka ásamt eldri rannsóknum á innri kjarna jarðar.

 

Vísindamennirnir athuguðu hvernig jarðskjálftabylgjurnar juku hraða, drógu úr honum eða blönduðust til að reikna út staðsetningu og snúningshraða innri kjarnans. Í ljós kom að snúningshraðinn hefur minnkað síðan 2010.

 

Vísindamennirnir álíta að minni hraði kunni að skýrast af stöðugri hreyfingu í ytri kjarnanum sem gerður er úr fljótandi járni, ásamt áhrifum frá mikilli þéttni sums staðar í möttlinum.

 

„Þegar ég sá fyrst mæligögn sem bentu til þessarar breytingar, átti ég ekki orð,“ segir John Vidale prófessor við USC, einn vísindamannanna í fréttatilkynningu.

 

„Í fyrsta sinn í marga áratugi hafði innri kjarninn hægt á sér. Aðrir vísindamenn hafa nýlega fært rök að svipaðri þróun og stutt með tölvulíkönum en þessi nýjasta rannsókn okkar er sú sem býður upp á mest sannfærandi skýringu.“

Ferð að iðrum jarðar myndi útheimta að farið yrði gegnum mörg sjóðandi heit jarðlög. Þessi 6.370 km langa ferð myndi hefjast á stuttri ferð gegnum skorpu jarðarinnar. Síðan tæki við ferð gegnum þykkan möttulinn sem meginlandsflekarnir fljóta á. Ferðinni myndi svo ljúka í miðjum járnríkum kjarnanum.

Enn er alveg óvíst hvaða þýðingu þetta kynni að hafa fyrir íbúa jarðar eða hvernig við gætum hugsanlega fundið fyrir áhrifum minnkandi snúningshraða.

 

Vísindamennirnir telja að minni snúningshraði innri kjarnans gæti stytt sólarhringinn um fáein sekúndubrot.

 

Í nánustu framtíð hyggjast vísindamennirnir kortleggja snúning innri kjarnans af enn meiri nákvæmni til að öðlast sem nákvæmastan skilning á því hvernig og hvers vegna hann hreyfist.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í vísindatímaritinu Nature.

HÖFUNDUR: Søren Rosenberg Pedersen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is