Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Árið 1981 strandar sovéskur kafbátur í sænska skerjagarðinum. Moskva vísar á bug öllum ásökunum um njósnir – en undirbýr líka kjarnorkuvopnaátök.

BIRT: 20/01/2023

Yfir Gæsaflóa í skerjagarðinum við Blekinge liggur svartaþoka að morgni 28. október 1981. Fiskimaðurinn Bertil Sturkman er þar á ferð til að vitja um línuna sem hann lagði daginn áður.

 

Gegnum þokuna kemur hann skyndilega auga á útlínur fyrirbrigðis sem hann hefur aldrei séð áður. Hann sleppir línunni og flytur sig nær Torum-skeri, nokkuð löngu rifi í flóanum.

„Afar áhættusöm ákvörðun.“

Vasilij Besedin um þá ákvörðun að sigla U-137 áfram með ónýtt staðsetningarloftnet.

Sturkman starir furðu lostinn gegnum þokugrámann. Þetta er kafbátur! Framhlutinn er hálfur uppi á skerinu. Hann sér votta fyrir mönnum uppi á turninum og þeir sjá hann. Einn mannanna veifar báðum handleggjum höstuglega og Surman skilur bendingarnar þannig að hann eigi að láta sig hverfa.

 

Fiskimaðurinn snýr bátnum og fer til baka að bryggjunni á Sturkö. Þar segir hann kunningja sínum frá þessari sjón og um tíuleytið hafa þeir samband við sænska herinn.

 

Forngripur sendur í sjóferð

Hinn 76 metra risi á Torum-skeri er sovéski kafbáturinn U-137. Sex vikum fyrr, þann 16. september, hafði hann lagt úr höfn í flotastöð sovéska hersins í Baltijsk í Kalíningrad. Skipstjóri er sjóliðsforinginn Anatolij Gusjtjin, ungur skipherra í kafbátadeild sjóhersins, með flekklausan starfsferil til þessa.

 

Næstráðandi um borð er pólitískur stýrimaður, Vasilij Besedin. Þegar báturinn kafaði í Gdanskflóa kl. 20.15 skrifaði hann í dagbók sína:

 

„Til sjós minnir hljóðið frá dísilvélinni á hávært garg í hænu.“ Kafbáturinn er orðinn 24 ára og hálfgerður forngripur. Engu að síður er honum ætlað að vakta svæðið austan við Borgundarhólm til 5. nóvember.

 

Þann 17. september er kafbáturinn kominn á ákvörðunarstað. „Allt í ró og spekt,“ skrifar Besedin á 40 metra dýpi austan við Borgundarhólm.

U-137 var útslitinn kláfur

Þegar U-137 strandaði afhjúpaðist fyrir heimsbyggðinni að Sovétmenn voru enn að nota gamla, aflóga kafbáta.

 

Sovéski kafbáturinn sem strandaði utan við Karlskrona tilheyrði svonefndu „whiskey-flokki“. Þetta voru hefðbundnir kafbátar, búnir tundurskeytum og byggðir á árunum 1950-58. Tæknilega séð var þetta framþróun þýsku kafbátanna úr seinni heimsstyrjöld sem á sinni tíð töldust háþróaðir en eftir 1980 voru þessir gripir nánast ónýtt drasl.

 

Sovétmenn byggðu alls 226 kafbáta af þessari gerð í Leningrad og U-137 var hinn síðasti í röðinni. En þessi 76 metra langi kafbátur með 60 manna áhöfn var að nálgast 25 ára aldurinn 1981.

 

Skrokknum var skipt í sjö hluta með tundurskeytarýmum fremst og aftast, alls voru skotraufarnar sex. Í miðhlutanum var stjórnstöðin með tækjabúnaði til að kafa og koma upp, ásamt hlustunartækjum og snúðáttavita og um borð var líka vopnageymsla.

 

Þessir kafbátar voru búnir bæði dísilvélum og rafmagnsmótor og gátu kafað niður á 125 metra dýpi en þurftu að koma upp á yfirborðið á þriggja sólarhringa fresti til að hlaða rafgeyma sem knúðu rafmótorinn.

Um borð eru 56 menn og þar skiptist tíminn í vaktir og hvíldartíma. Dagur og nótt eru óþekkt hugtök. Þann 2. október er kafbáturinn búinn að liggja þarna í felum í meira en tvær vikur en þá kemst togbátur óvart í snertingu við hann, þegar togvír flækist um turn kafbátsins. Rússunum tekst að losa sig án þess að draga togbátinn niður í djúpið en nú verður ljóst að staðsetningarloftnetið hefur brotnað.

 

Kafbáturinn leitar til hafnar í Swinoujscie í Póllandi en þar kemur í ljós að ekki er unnt að gera við loftnetið í fljótheitum. Gusjtjin er því í vanda staddur. Áður en látið var úr höfn hafði öðru staðsetningarkerfi verið komið fyrir í kafbátnum, Decca sem fræðilega átti að vera hægt að nota, enginn um borð var búinn að læra á það.

 

Eftir mikið hik ákveður Gusjtjin skipherra að halda áfram verkefninu, ákveðinn í að láta engan blett falla á flekklausan starfsferil sinn vegna smávægilegs óhapps.

 

„Afar áhættusöm ákvörðun,“ skrifar pólitíski stýrimaðurinn Besedin í dagbókina.

Rússar og Svíar eiga blóðuga forsögu

Frá því á 14. öld lenti þessum tveimur herveldum iðulega saman í baráttu um yfirráðasvæði og völd á Eystrasaltssvæðinu. Yfirráðasvæði Svía minnkaði til muna af þessum sökum.

1495 – Ógn af sprengingu

Ívan 3. Rússakeisari settist þetta ár um virki Stens Sture alvalds í Svíþjóð í Vyborg. Svíar kveiktu í púðurgeymslu bæjarins og sænskar sagnir herma að þetta hafi hrætt líftóruna úr „Moskóvítunum“ sem höfðu sig á brott.

1558 – Málaliðar sigra

Ívan grimmi vildi aðgang að Eystrasalti og lagði undir sig landsvæðið „Livland“ austan við Eystrasalt. 1581 lögðu sænskir málaliðar undir sig hina mikilvægu borg, Narva og eftir það neyddist Ívan grimmi til að semja um frið.

1709 – Dýr ósigur

Pétur mikli braut yfirráð Svía yfir Eystrasalti á bak aftur. Hann sigraði innrásarher Karls 12. Svíakonungs við Poltova í Úkraínu og krafðist í kjölfarið stórra landsvæða af Svíum.

1808 – Finnland tapast

Alexander 1. réðist inn í Finnland til að útvíkka lönd sín til vesturs. Í stríðslok urðu Svíar að afsala sér Finnlandi og hluta Lapplands. Eftir þetta stóð Rússum ekki framar ógn af Svíum.

Kafbáturinn strandar

Þann 17. október taka Rússarnir aftur stefnuna á Borgundarhólm. Þegar kafbáturinn nálgast dönsku eyjuna fær Besedin þau boð að NATO sé að hefja æfingu á svæðinu. Gusjtjin kafteinn ákveður að flytja sig norðar til að komast hjá því að finnast.

 

Stefnan er því tekin frá Borgundarhólmi og allt gengur vel þar til 27. október, þegar Besedin vaknar skyndilega. Vélarnar þegja og hann finnur að kafbáturinn hefur snertingu við botninn. Hann hraðar sér að stjórnstöðinni þar sem yfirlautinantinn Persjin útskýrir:

 

„Við settum okkur niður á botninn að skipun rekstrarstjórans.

 

Besedin verður undrandi – samkvæmt hans eigin dagbók sem hann gaf út árið 2009. Kafbáturinn átti að halda sig 10-15 metrum ofan við botninn, annað gat verið hættulegt, m.a. vegna djúpsjávarsprengja.

 

Á meðan er rekstrarstjórinn Avrukjevitj – sem ekki leggur traust sitt á Decca-kerfið – að reyna að ákvarða staðsetningu kafbátsins. Til þess ber hann dýpið vandlega saman við dýpismerkingar á sjókortum um borð. Eftir hádegið þennan dag kemur kafbáturinn inn í sænska lögsögu.

„Verjið landamærin.“

Thorbjörn Fälldin forsætisráðherra.

Um nóttina fer U-137 upp á yfirborðið þar sem niðaþoka ríkir. Það þarf að hlaða rafhlöðurnar – um það sjá dísilvélarnar og skipverjar fá um leið að anda að sér fersku lofti. Á meðan er kafbáturinn á hægri ferð áfram. Uppi á turninum stendur Besedin og reykir, þegar kafbáturinn lyftist skyndilega upp að framan af miklum krafti.

 

Á turninum kastast allir fram á við og kafbáturinn er skyndilega grafkyrr. Skrokkurinn titrar allur og Gusjtjin kafteinn öskrar í vélsímann:

 

„Stöðvið vélarnar!“

 

Svo gefur hann fyrirskipun um að sigla aftur á bak en kafbáturinn haggast ekki.

 

Alla nóttina reyna skipverjar að losa U-137 af strandstað en klukkan sex um morguninn neyðist skipherrann til að gefast upp. Titrandi höndum dregur hann upp síðustu sígarettuna. Hann er búinn að reykja úr heilum pakka um nóttina. Síðan kallar hann til sín loftskeytamanninn og tilkynnir höfuðstöðvum Eystrasaltsflotans um óhappið.

1) Borgundarhólmur, 2) Christiansø, 3) Karlskrona, 4) Gæsafjörður
Kafbáturinn steytti á skeri skammt frá landi um 10 km suðaustur af Karlskrona.

Svíarnir koma

Nokkrum klukkutímum síðar hafa upplýsingarnar líka borist til Svía – jafnvel þótt herstjórnin í flotastöðinni í Karlskrona héldi til að byrja með að fiskimaðurinn í símanum hlyti að vera fullur. Það eru að vísu ekki nema 10 km út á Gæsaflóann en strandaður sovéskur kafbátur hljómar sem óvenju lélegur fyllirísbrandari.

 

Að hinu leytinu hafa Svíar árum saman grunað Sovétmenn um kafbátanjósnir í sænskri lögsögu. Yfirmaður strandgæslusveitanna, Lars Hellstedt og rekstrarstjórinn Karl Andersson fara af stað á strandgæslubátnum Smyge – og við Storum-sker sjá þeir sönnunargagnið með eigin augum eins og strandað stórhveli á köldum haustmorgni.

 

Mennirnir tveir fara alveg að kafbátnum. Andersson stekkur yfir á kafbátinn og prílar upp á turninn, þar sem fjórir menn eru fyrir.

Þegar sovéskur kafbátur strandaði alveg uppi við land árið 1981 leysti óhappið úr læðingi djúpa milliríkjakreppu.

Við þeirri spurningu hvort einhver um borð tali ensku, fær hann ekkert svar. Hann reynir þess vegna þýsku og Avrukjevitj kann hrafl í henni.

 

Andersson vill vita hvernig kafbáturinn hafi hafnað þarna. Rússinn bendir á loftnet sem er illa farið og segir: „Kapút“.

 

Avrukjevitj vill gjarnan fá upplýsingar um raunverulega staðsetningu kafbátsins og upp á turninn kemur sjóliði með nákvæmt sjókort yfir skerjagarðinn við Blekinge.

 

Rekstrarstjórinn skammar hann á rússnesku og sjóliðinn hverfur niður aftur. Skömmu síðar birtist hann með yfirlitskort yfir suðurhluta Eystrasalts þar sem Rússarnir vilja meina að þeir hafi tapað áttum.

Margir kafbátar höfðu sloppið undan Svíum og það var því mikill áhugi á strandstað U-137. Það gilti líka um íbúa í grenndinni.

Svíar leita uppi njósnakafbáta

Á níunda áratugnum voru fréttir af óþekktum kafbátum í sænska skerjagarðinum nokkuð tíðar. Aftur og aftur þurftu Svíar að hrekja njósnakafbáta á brott.

 

– 1980 – Kafbátur við Utö

Dráttarbátur uppgötvar kafbátsturn upp úr sjó í skerjagarðinum utan við Stokkhólm. Þyrlur leituðu kafbátsins vikum saman en án árangurs.

 

– 1982 – Djúpsprengjuregn

Í Hårs-flóa hefur sænski herinn komið upp heilu netverki hlustunarstöðva og í september heyrist í óþekktum kafbáti. Þrátt fyrir djúpsjávarsprengjur og neðansjávardufl ásamt tilraun til að loka flóanum, sleppur kafbáturinn.

 

– 1986 – Farartæki á hafsbotni

Við Gotland taka menn eftir farartæki á hafsbotni. Rannsókn á botninum leiðir í ljós för eftir skriðbelti.

 

– 1988 – Tundurskeyti hitta ekki

Úti fyrir Oxelösund sunnan Stokkhólms greina sóntæki hljóð sem þykja einkennandi fyrir kafbát. Sænskt herskip skýtur tundurskeytum en hittir ekkert.

 

– 2014 – Áköf kafbátaleit

Langt inni í skerjagarðinum við Stokkhólm heyrast dulkóðaðar sendingar á neyðarbylgjulengd sem Rússar nota. Lýsingar sjónarvotta styðja grun um kafbát en eftir árangurslaust djúpsprengjuregn í viku en leitinni hætt.

Herskip nálgast

Á meðan Andersson og Avrukjevitj skoða kortið móttekur yfirmaður sænska hersins  Lennart Ljung símskeyti með þessum risafréttum – sovéskur kafbátur hefur strandað í Karlskrona-skerjagarðinum.

 

Ljung hringir án tafar í ráðuneytisstjóra sænska utanríkisráðuneytisins. Þar á eftir hringir hann í forsætisráðherrann Þorbjörn Fälldin.

 

Eftir fjölda símtala mætir sovéski sendiherrann í Svíþjóð, Mikhail Jakovlev í sænska utanríkisráðuneytið þar sem Svíar mótmæla formlega. Jakovlev lofar að koma þeim  skilaboðum til Kremlar en leggur áherslu á að hann sé persónulega sannfærður um að tæknileg villa hafi átt sér stað.

 

Nokkrum klukkustundum síðar snýr hann aftur með opinbert svar Sovétríkjanna: Bilanir í siglingabúnaði kafbátsins eru orsök þessa óheppilega atviks í sænskri landhelgi.

 

Svíar telja útskýringuna frekar ósannfærandi því U-137 hefur ekki siglt örfáar sjómílur inn í lögsögu Svíþjóðar heldur heilar 57 sjómílur.

Vasilij Besedin lyfti höndum aðvarandi á móti sænskum ljósmyndurum.

Svíarnir eru órólegir. Þennan sama morgun hafa allmörg sovésk herskip og tveir togbátar yfirgefið flotahöfnina í Baltijsk og skipin stefna nú beint á Karlskrona. Nái þessi skip alla leið áður en Svíar ná að koma við hervörnum sínum, gætu Rússarnir sem best tekið kafbátinn í tog fyrir augunum á þeim og siglt með hann heimleiðis.

 

Tvær eftirlitsflugvélar eru því sendar á loft frá Norrköping og að kvöldi 28. október tilkynna flugmennirnir að sovéska skipalestin haldi sig nákvæmlega uppi við sænska lögsögu. Fjórar sænskar orrustuflugvélar eru því undirbúnar til flugs.

 

Í birtingu 29. október hefja orrustuvélarnar sig til flugs. Tilgangurinn er einungis að fæla frá, því í morgunbirtunni eru vélarnar afar vel sýnilegar á himni. Sænsku flugmennirnir staðfesta að staðsetning sovésku skipanna sé óbreytt frá kvöldinu áður. Orrustuvélarnar hefja ekki neina skothríð en Svíar setja fram kröfu um að fá að yfirheyra áhöfn kafbátsins U-137 og rannsaka hann.

 

Kjarnorkuógn vofir yfir

Innilokuð áhöfn kafbátsins fær dulkóðað skeyti frá flotahöfninni í Baltijsk klukkan 17.20 þann 29. október. Fyrirskipunin er einföld: Reyni Svíar að taka kafbátinn, skal hann sprengdur.

 

Þar eð U-137 ber tundurskeyti hlaðið kjarnorkusprengjum sem hver um sig samsvarar sprengjunni sem varpað var á Hírósíma, yrðu afleiðingar sænskrar árásar ofboðslegar fyrir báða aðila. Persjin yfirlautinant fölnar þegar hann les skeytið. Ásamt mönnum sínum hefst hann handa við að undirbúa heimsendi í sænska skerjagarðinum.

 

Nú þarf ekki annað en lítils háttar misskilning til að illa fari og þar má reyndar ekki miklu muna. Um tíuleytið um kvöldið rís neyðarblys skyndilega upp frá kafbátnum.

Blysinu er skotið á loft vegna þess að Besedin hefur komið auga á gúmmíbát rétt hjá kafbátnum og vill fá upp ljós til að skoða hann betur. Hann veit ekki að Svíarnir hafa í leynum sent tæknimenn til að mæla mögulega geislavirkni við tundurskeytaopin.

 

Á radar sjá Svíarnir ljósblysið bergmálað tvisvar sinnum frá sovésku skipalestinni. Er þetta mögulega merki um björgunartilraun sem Svíarnir telja ástæðu til að ætla að Rússarnir gætu reynt?

 

Eftirlitsflugvél fer í loftið og Ljung yfirhershöfðingi hringir í Thorbjörn Fälldin forsætisráðherra sem er ómyrkur í máli: „Verjið landamærin!“.

 

Ljung skilur fyrirmælin. En til allrar hamingju gerist ekki neitt. Engin björgunartilraun er gerð. Og við nánari skoðun reynast radarmerkin ekki ættuð frá sovésku skipunum heldur tveimur vestur-þýskum fraktskipum.

 

Vilja yfirheyra skipstjórann

Á þriðja degi, 30. október mætir sovéski sendiherrann í utanríkisráðuneytið með hálfa afsökun og hálf mótmæli frá Moskvu. Hann harmar að þetta hafi gerst en vísar til þess að kafbáturinn hafi verið í nauðum staddur.

 

Til viðbótar bendir hann á að kafbáturinn og áhöfn hans falli undir diplómatíska vernd – kafbáturinn hafi strandað á friðartímum en hafi ekki verið í neinum árásarleiðangri. Yfirheyrsla yfir Gusjtjin skipherra komi því ekki til greina.

 

Í milliríkjafrostinu sem nú er komið upp í deilunni velta Svíar fyrir sér að falla frá kröfunni um að yfirheyra skipherrann á sænskri grund en láta nægja að yfirheyra hann um borð í kafbátnum.

 

En áður en þeir komast að niðurstöðu berast þau boð frá Moskvu að ekkert sé lengur því til fyrirstöðu að Gusjtjin verði yfirheyrður í landi. Ástæðan er sú að undanfarna daga hafa Sovétleiðtogarnir mátt sæta alvarlegri sívaxandi gagnrýni alþjóðasamfélagsins. Í Moskvu vilja menn nú umfram allt ljúka málinu eins fljótt og mögulegt er.

Hinn strandaði kafbátur prýddi forsíður sænsku blaðanna.

Gusjtjin skipherra er svo yfirheyrður 2. nóvember. Hinn pólitískt skipaði stýrimaður, Besedin og sænski yfirmaðurinn, Andersson, fara með honum í þyrlu til flotastöðvarinnar í Karlskrona. Skipherrann er illa á sig kominn, niðurdreginn, óttasleginn og sinnulítill.

 

Besedin fær ekki að vera viðstaddur yfirheyrsluna og hann er þess vegna órólegur yfir því hvernig hinn veiklaði skipherra muni standast tveggja klukkustunda yfirheyrslu.

 

En Gusjtjin gefur þær skýringar sem vænst var: Kafbáturinn var einungis í reglubundinni æfingaferð. Sjálfur hafði hann ekki áttað sig á að neitt væri að fyrr en kafbáturinn strandaði. Og hann hélt í upphafi að hann hefði strandað á Christiansø norðaustur af Borgundarhólmi.

 

Að lokum gefast Svíarnir upp og Rússarnir eru fluttir aftur um borð í kafbátinn U-137. Meðan á yfirheyrslunni stóð hafa sænskir dráttarbátar dregið kafbátinn af skerinu og lengra út í flóann.

 

Kafbáturinn dreginn heim

Í Moskvu er þolinmæðin nú á þrotum. Sænski sendiherrann, Carl De Geer, kallaður í utanríkisráðuneytið og honum tilkynnt að Sovétmenn krefðust þess að fá kafbátinn afhentan.

 

Svíar vildu nú í rauninni ekkert frekar en losna við þennan kjarnorkubúna ryðkláf, eftir að hafa fengið uppfyllt það skilyrði að fá að yfirheyra skipherrann. Ljung yfirhershöfðingi krefst þess þó að sænskir dráttarbátar dragi kafbátinn út. Ekki kemur til greina að hleypa fleiri sovéskum skipum inn í skerjagarðinn. Að morgni 6. nóvember er kafbátnum fylgt út úr sænskri lögsögu til móts við sovésku skipalestina.

 

Í Moskvu reyna menn að gleyma þessari auðmýkingu sem allra fyrst en Svíar þurfa þó á næstu árum ítrekað að eltast við sovéska kafbáta í sænska skerjagarðinum. Sovétmenn virðast áfram telja sig hafna yfir það lögmál að virða skuli lögsögu annarra ríkja.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Therese Boisen-Haas, Andreas Abildgaard

© Marinmuseum/digitaltmuseum.se,© www.npm.ac.uk,© Tretyakov Gallery,© Hermitage Museum,© Carl Gustaf Gillberg,© Shutterstock,© Torbjörn Andersson/TT/Ritzau Scanpix,© Pressens Bild/NTB/Ritzau Scanpix,© Str Scanpix Sverige/TT/Ritzau Scanpix,© Ingmar Johansson/Sydöstran,© Kvällsposten,

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Vinsælast

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

6

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

4

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

5

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

6

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jarðkúlunni er skipt í 25 tímabelti sem hvert hefur sinn staðartíma. Hvenær var farið að skipta í tímabelti og hver átti hugmyndina að því?

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is