Þegar þýski kafbáturinn U-1206 var sjósettur árið 1944 var í honum að finna háþróaða og nýja gerð salerniskerfis sem gerði mönnum kleift að skola út úr því þegar báturinn var á bólakafi. Því miður var þetta nokkuð flókið kerfi og einungis 24 dögum áður en stríðinu lauk fór allt úrskeiðis í þessum efnum.
Áhafnarmeðlimur opnaði ventlana í rangri röð þannig að innihald klósettsins, ásamt miklum sjó, fossaði inn í kafbátinn. Kafbáturinn varð því að fara upp á yfirborðið, þar sem flugvél réðist á hann og sökkti honum.