Menning

Kólumbus plataði indíána með blóðmána

Árið 1503, þegar Kristófer Kólumbus og menn hans voru strandaglópar á Jamaíka, krafðist sæfarandinn matar af indíánum á eyjunni. Kólumbus hótaði þeim því, að ef þeir hlýddu ekki myndi tunglið verða rautt af reiði.

BIRT: 06/01/2025

Í fjórða leiðangri sínum til Norður- og Suður-Ameríku var siglingamaðurinn Kristófer Kólumbus óheppinn. Í júní 1503 varð hann að fara í land á eyjunni Jamaíka með spænska áhöfn sína vegna þess að skip þeirra fór að leka.

 

Frumbyggjar eyjarinnar sáu hinum strönduðu mönnunum fyrir mat og drykk en þegar hópur Spánverja sem höfðu yfirgefið Kólumbus réðist á þorp frumbyggjanna dvínaði gestrisni þeirra við Kólumbus og trygga menn hans.

 

„Þeir fóru að gefa okkur minna af mat en við þurftum,“ skrifaði Ferdinand sonur Kólumbusar sem ferðaðist með honum.

 

Hinn reyndi landkönnuður Kólumbus lagði því upp lúmska áætlun. Með Guðs hjálp myndi hann lita tunglið blóðrautt ef indíánarnir hlýddu ekki.

 

Blóðtunglið var refsing Drottins

Af almanaki sem Kólumbus hafði meðferðis vissi hann að tunglmyrkvi yrði þann 29. febrúar á hlaupárinu 1504. Myrkvinn myndi skapa svokallaðan blóðmána.

 

Í slíku tilviki gengur tunglið inn í skugga jarðarinnar en er samt upplýst af sólarljósi sem brotnar í gegnum lofthjúp jarðar sem gerir tunglið rautt.

 

Þremur dögum áður varaði Kólumbus innfædda íbúana við því að kristni guðinn myndi refsa þeim með því að lita tunglið rautt af reiði. Þeir voru ekki sannfærðir fyrr en blóðrautt tungl birtist á himni 29. febrúar.

 

„Fólkið kom æpandi úr öllum áttum að skipinu með vistir og þeir báðu aðmírálinn að biðja Guð fyrir sig,“ skrifaði Ferdinand.

Lífshættir frumbyggja Ameríku hafa verið goðsagnakennt viðfangsefni allt frá því að nýlenduherrar Evrópu stigu fæti á meginland Norður-Ameríku.

Þegar tunglið fór aftur í eðlilegt horf eftir um klukkustund sagði Kólumbus indíánunum að Guð hefði fyrirgefið þeim. Indíánarnir féllu þakklátir á hnén fyrir Kólumbusi og þökkuðu honum fyrir.

 

„Frá þeirri stundu útveguðu þeir okkur af kostgæfni allt sem við þurftum,“ rifjar Ferdinand upp.

 

Kólumbus og menn hans fóru frá Jamaíka í júní 1504 þegar annað spænskt skip birtist og tók þá með sér.

HÖFUNDUR: Natasja Broström , Andreas Abildgaard

Camille Flammarion/Wikimedia Commons/colorized by HISTORIE.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is