Kom hænan á undan egginu?

Allir þekkja spurninguna: „Hvort kom fyrst, hænan eða eggið?“ Hafa vísindin svar við þessari spurningu?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur
Share on facebook

Eggið kom á undan hænunni. Svo mikið er alveg víst. Fyrstu eggin eða svipuð fyrirbæri hafa að líkindum orðið til með fyrstu fjölfrumungunum fyrir um milljarði ára. Fyrstu fuglseggjunum verptu svo fyrstu fuglarnir löngu síðar, eða fyrir svo sem 150 – 155 milljónum ára. En hænsnfuglar komu enn síðar fram. Líffræðingar eru reyndar ekki vissir en telja að þeir fyrstu hafi orðið til fyrir nálægt 70 milljónum ára, sem sagt skömmu áður en risaeðlurnar dóu út.

Jafnvel einföldustu núlifandi fjölfrumungar, sæsvampar, framleiða egg. Egg sæsvampa, skordýra og ánamaðka eru þó allt öðruvísi gerð en egg nútíma fugla, þar sem fósturhimna er til staðar. Fuglarnir hafa tekið egg sín í arf frá skriðdýrunum sem urðu fyrst til að verpa eggjum á þurru landi fyrir um 340 milljónum ára. Þess vegna eru egg hænsna og allra annarra fugla með fósturhimnu.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

FÁÐU AÐGANG AÐ VÍSINDI.IS

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is