Alls stafa 44% krabbameinstilvika á heimsvísu af ástæðum sem unnt væri að sneiða hjá, svo sem reykingum, mengun og áfengisneyslu.
Þetta sýnir ný, stór rannsókn þar sem m.a. bandarískir vísindamenn hafa rannsakað tölur um krabbameinstilvik á 204 mismunandi svæðum á hnettinum.
Niðurstaðan sýnir að 4,5 milljónir dauðsfalla af völdum krabbameins árið 2019 stöfuðu af ástæðum sem unnt hefði verið að komast hjá.
Reykingar, áfengisneysla og ofþyngd segja vísindamennirnir að beri langstærstan hluta ábyrgðarinnar á heimsvísu. Það staðfestir niðurstöður fjölmargra smærri rannsókna.
Um rannsóknina:
- Vísindamennirnir á bak við rannsóknina skoðuðu tölur um áhættuþætti og krabbameinsdauðsföll frá 204 mismunandi löndum og svæðum í heiminum.
- Og þó að rannsóknin sé ein sú ítarlegasta sem gerð hefur verið er erfitt að finna nákvæman fjölda dauðsfalla og krabbameinstilfella í heiminum þar sem ekki öll lönd skrá hann á sama hátt.
- Jafnframt benda rannsakendurnir sjálfir á að það séu ákveðnir áhættuþættir sem hægt er að koma í veg fyrir, eins og sólarljós og sýkingar af bakteríunni helicobacter pylori, sem ekki eru teknir með í rannsókninni.
Sjáðu 10 stærstu áhættuþættina hér
Nýja rannsóknin er meðal hinna stærstu sinnar gerðar og í henni rannsökuðu vísindamennirnir tengslin milli 23 mismunandi gerða krabbameina og 34 áhættuþátta sem hægt væri að sneiða hjá, svo sem óbeinna reykinga, kyrrsetu og heilkornasnauðs mataræðis.
Með þessu móti tókst að skilgreina og raða upp þeim 10 áhættuþáttum sem kostuðu flest mannslíf árið 2019 og bera saman við tölur frá 2010.
Reykingar, áfengisneysla og ofþyngd raða sér í efstu sætin bæði árin. Dauðsföllum af völdum ofþyngdar hefur fjölgað langmest – sérstaklega á fátæktarsvæðum.
Margir þættir auka áhættu
- Reykingar
- Áfengisneysla
- Ofþyngd
- Verjulaust kynlíf
- Örðumengun í lofti
- Asbestryk í tengslum við vinnu
- Heilkornasnautt mataræði
- Mjólkursnautt mataræði
- Óbeinar reykingar
- Rannsóknin byggir á dauðsföllum af völdum krabbameins árið 2019.
- Einnig er munur á vægi vísindamanna á áhættuþáttunum.
- Jafnframt benda rannsakendurnir sjálfir á að það séu ákveðnir áhættuþættir sem hægt er að koma í veg fyrir, eins og sólarljós og sýkingar af bakteríunni helicobacter pylori, sem ekki eru teknir með í rannsókninni.
Mennirnir taka hættulegt fyrsta sætið
Krabbamein í barka, berkjum og lungum eru efst á listanum yfir krabbamein sem komast hefði mátt hjá. Þar á eftir koma endaþarmskrabbi og krabbi í vélinda.
Munur eftir kynjum reyndist áberandi mikill. Hægt hefði verið að fyrirbyggja 50,6% af andlátum karla vegna krabbameins en hjá konum var talan 36,3%. Á þessu kunna vísindamennirnir enga skýringu.
Aðrir velta fyrir sér hvort kynin bregðist af lífeðlisfræðilegum ástæðum misjafnlega við áhættuþáttunum. Enn aðrir vísindamenn benda á að menningarmunur gæti líka átt sinn þátt.