Eldri kona í Rúmeníu var með hlut á heimili sínu í áratugi sem kom þó nokkuð mikið á óvart.
Í læk einum hafði kona fundið fallegan stein sem tók með sér heim og notaði sem hurðastoppara.
Þegar hún lést fóru erfingjarnir að skoða hurðastopparann betur og grunaði að hann gæti verið eitthvað annað og meira en verðlaus steinn.
Rúmenska ríkið keypti steininn því það kom í ljós að steinninn var að öllum líkindum yfir 120 milljóna króna virði og sannkallaður þjóðargersemi.
Nokkrir fjölmiðlar, þar á meðal ScienceAlert, spænski El País og rúmenski miðillinn Antena 3 CNN, hafa greint frá hinum mjög svo óvenjulega hurðastoppara.
Þar er sagt frá því að steinninn hafi verið greindur af sérfræðingum sem töldu hann vera eitthvað annað og meira en venjulegur steinn.
Sá stærsti í heiminum
Rúmensk yfirvöld sendu steininn til greiningar í Sögusafninu í Krakow í Póllandi.
Sérfræðingarnir á pólska safninu urðu furðu lostnir þegar þeir áttuðu sig á hvað þeir höfðu í höndunum. Steinninn vó 3,5 kg og var úr rafi.
Að sögn eins rannsakenda skiptir steinninn miklu máli bæði fyrir safnið og vísindin.
Sérfræðingar telja þetta vera einn stærsti rafklumpur sem fundist í Rúmeníu sem í heiminum.

Raf mótast og litast af þeim aðstæðum þar sem það myndast.
Hvað er raf?
Raf er steingerð trjákvoða, röð kolefnisefnasambanda – eins konar náttúruleg terpentína – sem tré og plöntur mynda í sérstökum vefjum sem eru nálægt ysta lagi þess.
Tré mynda trjákvoða sér til verndar.
Trjákvoðan drýpur niður í skógarbotninn og úrkoma og breytingar á landslagi færa að öllu jöfnu kvoðuna til sjávar. Ef trjákvoðan fær að vera óáreitt og undir miklum þrýstingi í að minnsta kosti 30 milljón ár og ef olíuinnihald minnkar storknar það og breytist í raf.
Elsta raf sem fundist hefur er um 320 milljón ára gamalt og stafar af útdauðri plöntutegund.
Mismunandi efni auk ljóss, súrefnis og þrýstingsskilyrða geta hvarfast við trjákvoðuna og gefið rafi mismikla hörku, gegnsæi og lit.
Annars er mikið af rafi í Rúmeníu og þá sérstaklega á svæðinu í kringum bæinn Colti og við ána Bazau, þar sem klumpurinn fannst. Rúmenskt raf er þekkt fyrir djúpa rauða tóna.
Tugmilljón ára gamalt
En klumpurinn er ekki bara kannski sá stærsti sinnar tegundar og einstaklega dýrmætur. Hann er líka ævaforn.
Samkvæmt El País telja sérfræðingarnir að þessi stóri rafklumpur hljóti að vera á bilinu 38,5 til 70 milljón ára gamall.