Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Krabbinn er sannkallaður brautryðjandi þegar kemur að því að leggja undir sig ný landsvæði.

BIRT: 20/07/2024

Krabbar geta skipt um búsetu þegar það reynist nauðsynlegt og þessir hryggleysingjar eru þekktir fyrir að geta aðlagast misjöfnum aðstæðum.

 

Og nú varpar ný rannsókn alveg nýju ljósi á ótrúlega hæfni krabba að festa sig í sessi í nýju umhverfi.

 

Vísindamenn hjá Harvardháskóla hafa rannsakað hve oft krabbar hafa yfirgefið hafið og sest að í öðru umhverfi.

 

Frá vatni til lands – og aftur til baka

Þetta var umfangsmikil rannsókn og á 20 árum söfnuðu vísindamennirnir gögnum á fjölmörgum stöðum til að skilja þróunarsögu krabbanna.

 

Niðurstöðurnar sýna að krabbar hafa fært sig upp á land, sest þar að og snúið svo aftur til sjávar fjölmörgum sinnum í sögunni.

 

„Rannsóknir okkar sýna að krabbar hafa sest að á landi og svo í ferskvatni fram og til baka nálægt 17 sinnum á síðustu 100 milljón árum,“ segir Joanna Wolfe sem er aðalhöfundur niðurstöðugreinarinnar og doktor í þróunarlíffræði við Harvardháskóla.

Vitað er að framþróunin breytir dýrunum, en hvaða dýr hefur breyst minnst?

Krabbar hafa tekið sér búsetu við margvíslegar aðstæður, svo sem á sjávarfallasvæðum, í lónum eða í árósum en aðrir hafa farið alla leið og aðlagast lífi á þurrlendi.

 

Meðal áhugaverðustu niðurstaðnanna er um þá erfiðleika sem krabbar þurfa að leggja á sig til að lifa á þurrlendi.

 

„Það er allt að hundraðfalt erfiðara fyrir krabba að draga úr vatnsþörf sinni en að halda sig áfram í sjó. En þróunin á til að krefjast breyttra lifnaðarhátta af rándýrum til að þau geti lifað af,“ segir Wolfe.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is