Krabbar geta skipt um búsetu þegar það reynist nauðsynlegt og þessir hryggleysingjar eru þekktir fyrir að geta aðlagast misjöfnum aðstæðum.
Og nú varpar ný rannsókn alveg nýju ljósi á ótrúlega hæfni krabba að festa sig í sessi í nýju umhverfi.
Vísindamenn hjá Harvardháskóla hafa rannsakað hve oft krabbar hafa yfirgefið hafið og sest að í öðru umhverfi.
Frá vatni til lands – og aftur til baka
Þetta var umfangsmikil rannsókn og á 20 árum söfnuðu vísindamennirnir gögnum á fjölmörgum stöðum til að skilja þróunarsögu krabbanna.
Niðurstöðurnar sýna að krabbar hafa fært sig upp á land, sest þar að og snúið svo aftur til sjávar fjölmörgum sinnum í sögunni.
„Rannsóknir okkar sýna að krabbar hafa sest að á landi og svo í ferskvatni fram og til baka nálægt 17 sinnum á síðustu 100 milljón árum,“ segir Joanna Wolfe sem er aðalhöfundur niðurstöðugreinarinnar og doktor í þróunarlíffræði við Harvardháskóla.
Vitað er að framþróunin breytir dýrunum, en hvaða dýr hefur breyst minnst?
Krabbar hafa tekið sér búsetu við margvíslegar aðstæður, svo sem á sjávarfallasvæðum, í lónum eða í árósum en aðrir hafa farið alla leið og aðlagast lífi á þurrlendi.
Meðal áhugaverðustu niðurstaðnanna er um þá erfiðleika sem krabbar þurfa að leggja á sig til að lifa á þurrlendi.
„Það er allt að hundraðfalt erfiðara fyrir krabba að draga úr vatnsþörf sinni en að halda sig áfram í sjó. En þróunin á til að krefjast breyttra lifnaðarhátta af rándýrum til að þau geti lifað af,“ segir Wolfe.