Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Óþægilegt magavandamál, sem stór hluti fólks þjáist af, er hægt að meðhöndla með kryddi.

BIRT: 09/07/2024

Meltingartruflanir eða meltingarónot  (dyspepsia) eru langvarandi eða endurteknir sársauki eða óþægindi í efri meltingarvegi og geta verið mjög óþægileg.

 

Kvillinn, sem hrjáir um 20-40 prósentum fólks, veldur gjarnan snöggri mettunartilfinningu, ógleði, uppköstum og magaþembu.

 

Meltingartruflanir eru venjulega meðhöndlaðar með prótónpumpuhemlum eða PPI (proton pump inhibitors) sem draga úr framleiðslu magasýru. En vísindamenn hafa nú komist að því að jafn árangursrík meðferð má finna í flestum eldhúsum.

 

Hér er um að ræða túrmerik sem er mjög algengt krydd í matargerð. Það inniheldur virka efnið curcumin, sem hefur bólgueyðandi og bakteríudrepandi áhrif.

 

Tvíblinda samanburðarrannsóknin með lyfleysu, sem gerð var á 151 karli og konu á aldrinum 18-70 ára, sýnir að túrmerikhylki virka eins vel og PPI lyfið ómeprazól.

 

Þátttakendum var skipt í þrjá hópa sem hver fékk meðferð fjórum sinnum á dag í 28 daga. Einn hópur fékk tvö stór túrmerik hylki (250 mg hvert) og lítið lyfleysu hylki. Einn hópur fékk lítið ómeprazól hylki (20 milligrömm) og tvö stór lyfleysu hylki. Og einn hópur fékk eitt lítið ómeprazól hylki (20 mg) og tvö stór túrmerik hylki (250 mg hvert).

 

Þekktu ekki innihaldið

Allir þátttakendur í hópunum þremur fengu því eitt lítið hylki og tvö stór hylki fjórum sinnum á dag en vissu ekki hvert innihaldið var.

 

Við upphaf rannsóknarinnar höfðu einstaklingar í öllum þremur hópunum svipuð einkenni meltingartruflana og voru þátttakendur endurmetnir eftir 28 og svo aftur eftir 56 daga.

 

Allir sjúklingarnir í þessum mismunandi hópum fengu nokkurn vegin svipaðan bata frá einkennunum. En þar sem túrmerik veldur ekki aukaverkunum, ólíkt PPI efnablöndum, gæti það reynst öruggara við val á meðferðum.

Slökktu á farsímanum og farðu að sofa! Margar dýratilraunir hafa sýnt að langtíma svefnleysi getur beinlínis verið banvænt. Nú sýna nýjar tilraunir að það er ekki heilinn heldur þarmarnir sem gefa sig fyrst.

Um tiltölulega litla rannsókn er hins vegar um að ræða og eins var meðferðartíminn tiltölulega stuttur og því þarf fleiri og stærri rannsóknir til að hægt sé að draga einhverjar endanlegar ályktanir.

 

Vísindamennirnir eru samt vongóðir og telja að niðurstöður rannsóknarinnar kunni að réttlæta notkun túrmerik í klínísku samhengi.

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Alheimurinn

Jörðin er að tæmast af málmum: Næst fer leitin fram úti í geimnum 

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Tækni

Unnt er að breyta koltvísýringi og metangasi í hreinan orkugjafa með nýrri tímamótatækni

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is