Náttúran

Lengri en strætisvagn: Slanga á Indlandi gæti hafa verið stærsta slanga heims

Slangan sem gat verið allt að tonn að þyngd var uppi fyrir 47 milljónum ára og gat líklega étið dýr á stærð við krókódíl.

BIRT: 19/06/2024

Þegar tveir indverskir steingervingafræðingar leituðu steingervinga í kolanámu, var það þeirri  von að finna steingerðar leifar eða spor forsögulegra hvala.

 

Það sem þeir hins vegar fundu voru 27 hryggjarliðir sem voru of litlir til að geta verið af hvölum, en þeir töldu þá líklega vera af stórri útdauðri krókódílategund.

 

Nú hefur komið í ljós að steingervingarnir eru í raun af slöngutegund sem er um 47 milljón ára gömul, og að mati vísindamannanna gæti hugsanlega verið stærsta slanga sem hingað til hefur fundist.

 

Slangan virðist hafa verið það stór að hún gat étið dýr á stærð við krókódíla.

 

Hið forsögulega dýr hefur verið nefnt Vasuki indicus eftir hinni goðsagnakenndu slöngu um háls hindúaguðsins Shiva.

 

Hluti af ríkjandi slöngutegund

Í rannsókn Indian Institute of Technology Roorkee komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slangan hafi líklega verið um 44 sentímetrar á breidd og allt að eitt tonn að þyngd.

 

27 hryggjarliðir hennar mældust á milli 4 til 6 sentímetrar á lengd og 6 til 11 sentimetrar á breidd.

 

Hryggjarliðir af þessari stærð þýða, að sögn vísindamannanna, að hin forsögulega slanga gæti hafa verið allt að 15 metrar að lengd.

 

Hún er þá nokkrum metrum lengri en venjulegur strætisvagn – og það gerir hana mögulega að stærstu slöngutegund sem fundist hefur.

Anakonda er stærsta núlifandi slanga heims. Hún getur vegið allt að 250 kíló og verið allt að 9 metrar að lengd.

Til samanburðar má nefna að Titanoboa – önnur forsöguleg slanga sem lifði fyrir milljónum ára í norðurhluta Kólumbíu – var ,,aðeins” 13 metrar að lengd.

 

En Titanoboa gæti líka hafa vegið allt að tonn – og hugsanlega meira.

 

Það er því enn óljóst hvaða slöngutegund hefur vinninginn.

Ég hef heyrt að flestar eiturslöngur sé að finna í Ástralíu. Hvernig stendur á því?

 

 

.

,,Við getum ekki sagt til um hvort Vasuki hafi verið stærri eða mjórri miðað við Titanoboa,“ segir Sunil Bajpai, meðhöfundur rannsóknarinnar og steingervingafræðingur við Indian Institute of Technology Roorkee.

 

Þessar risastóru slöngur voru uppi fyrir um 45-66 milljónum ára sem hluti af ríkjandi slöngutegund sem kallast Madtsoiidae og lifði á stóru landsvæði sem nær yfir Afríku, Evrópu og Indland.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is