Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Með radarmælingum hafa fornleifafræðingar fundið nokkur leynd rými í Sahura-pýramídanum.

BIRT: 13/05/2024

Hópur fornleifafræðinga var eiginlega að framkvæma viðgerðir á 4.400 ára gömlum pýramída sem á sínum tíma var reistur til að heiðra faraóinn Sahura af 5. konungsættinni.

 

Þeir voru að hreinsa rými og tryggja stöðugleikann þegar þeir uppgötvuðu ummerki um gamlan gang sem fornleifafræðinginn John Perring hafði grunað að gæti leynst þarna, þegar árið 1836.

 

Nú hafa egypskir og þýskir fornleifafræðingar undir forystu Ismails Khaled hjá Egyptalandsdeild Julius-Maximilians-háskólans í Würzburg rannsakað hinar þröngu gangglufur í pýramídanum.

 

Vísindamennirnir notuðu þrívíddarskanna og svonefnda lidar-radartækni sem m.a. tóku loftmyndir, til að skapa svo nákvæma mynd af pýramídanum með öllum göngum sínum og glufum að ekki skeikar millimetrum.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Leynigangurinn sást nú greinilega og í ljós kom að hann liggur að átta áður óþekktum herbergjum sem að sögn vísindamannanna gætu hafa gegnt því hlutverki að varðveita grafargjafir.

 

Þannig tókst vísindamönnunum með allra nýjustu tækni að staðfesta tilgátu Johns Perring frá árinu 1836.

 

Sjálfir telja vísindamennirnir að uppgötvunin marki tímamót í skilningi á Sahura-pýramídanum og því hvernig byggingarlag pýramídanna breyttist í tímans rás.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Wikimedia Commons/Aoswch

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.