Er það satt að Jóakim frændi hafi hatað jólin?

Jóakim frændi var skapaður í kring um jólin af teiknaranum Carl Barks. En er það virkilega rétt að Jóakim hafi hatað jólin frá upphafi?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Þegar Disney-teiknarinn Carl Barks fékk það verkefni að semja jólasögu, leitaði hann fanga í bókmenntunum. Aðalpersónan skyldi vera gamall nískupúki sem hataði jólin eins og pestina.

 

Slíka fyrirmynd fann hann í „Jólaævintýri“ Charles Dickens frá árinu 1842, þar sem nirfillinn Skröggur frændi afgreiðir allt jólatal með orðunum „Bull, þvættingur!“ Skröggur varð með öðrum orðum kveikjan að aðalpersónu teiknimyndarinnar „Jólin á Bjarnarfjalli“ frá árinu 1947 sem fjallaði um aldraða, geðvonda önd sem kallaðist Jóakim Aðalönd.

 

Hálvitaleg árstíð þar sem allir elska náungan

Jóakim Aðalönd, eins og hann heitir á íslensku, bjó einsamall í risastórri höll á Bjarnarfjallinu og líkt og oft á við um Skota var hann alger nirfill sem hafði megna óbeit á eyðsluseminni sem honum fannst einkenna jólin. „Þessi hálfvitalega árstíð, þegar allir elska náungann!“ hreytti hann út úr sér.

 

Carl Barks hafði í hyggju að nota persónuna til marks um glæfralegu óráðsíuna sem einkenndi Bandaríkin eftir síðari heimsstyrjöld og í raun og veru hafði hann einungis hugsað sér að persónan skyldi koma fram sem óvinur jólanna í þetta eina skipti.

 

Persóna margra möguleika

Segja má að bandarískur almenningur hafi tekið persónunni fagnandi og Barks áttaði sig á möguleikunum sem fólust í þessari nýju persónu.

 

Hann yngdi Jóakim fyrir vikið verulega upp og gerði hann hressilegri og þannig má segja að jólin hafi orðið kveikjan að einni vinsælustu teiknimyndapersónu allra tíma, þ.e. Jóakim Aðalönd.

 

 

 

Birt: 25.12.2021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

 

Lestu einnig:

(Visited 441 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR