Hafa jólin nokkurn tímann verið bönnuð?

Jólahátíðin hefur bæði verið elskuð og hötuð, en hafa jólin einhvern tímann beinlínis verið bönnuð?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Oliver Cromwell var einráður sem æðsti verndari Englands, Írlands og Skotlands frá árinu 1653 til dánardags árið 1658. Allan þann tíma áttu jólin undir högg að sækja.

 

Lýðveldissinnarnir voru í hæsta máta ósáttir við það að Englendingar fögnuðu jólahátíðinni sem í þeirra augum hafði breyst í tilgangslaust ofát á kalkúni, tertum og plómubúðingi – sem skolað var niður með óheyrilegu magni af jólaöli.

 

Fylgismenn Cromwells álitu hátíðahöldin vera runnin undan rifjum kaþólsku kirkjunnar og reyndu allt hvað þeir gátu til að beina jólahaldinu í hófsamari átt. Tólf daga fasta, með flugeldum og kynferðislegu lauslæti, var lögð af.

 

Hinn 25. desember var gerður að ofur hefðbundnum virkum degi og jólunum skyldi helst fagnað með því að fasta í kyrrð og ró. Ýmis ný lög voru samþykkt og meira að segja anganin af jólamat út um eldhúsglugga varð refsiverð.

 

Leynijól

Margt þykir hins vegar benda til þess að Englendingar hafi ekki sætt sig við þessi boð og bönn. Gefin voru út nafnlaus rit sem mæltu með því að fagna mætti trúarlegum og veraldlegum jólum og til eru frásagnir af leynilegum jólaguðsþjónustum og jólahaldi á heimilunum.

 

Í raun og veru þykir vafasamt að Cromwell hafi sjálfur aðhyllst meinlætalifnaðinn sem átti að ríkja um jólin. Hann hafði nefnilega yndi af dansi og tónlist og þegar dóttir hans gifti sig vantaði ekkert upp á að gestirnir gætu skemmt sér ærlega.

 

Þess vegna freistast margir til að halda að það hafi ekki verið Cromwell sjálfur sem vildi að jólin yrðu lögð niður í þeirri mynd sem áður einkenndi þau.

 

Birt: 25.12.2021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

 

Lestu einnig:

(Visited 342 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR