Hvar enduðu frönsku hermennirnir eftir Dunkirk?

Í ,,kraftaverkinu" við Dunkerque var 123.000 frönskum hermönnum bjargað yfir til Bretlands. En hvað varð um þá?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Í maí árið 1940 umkringdu þýskir herir fransk-breska herinn við Dunkirk við strönd Frakklands.

 

53.000 franskir hermenn voru drepnir eða fangelsaðir í orrustunni en í umfangsmestu björgunaraðgerð sögunnar var 340.000 hermönnum, þar af 123.000 Frökkum, bjargað á bátum yfir til Bretlands.

 

Um 100.000 Frakkar voru fluttir til vesturhluta Frakklands þegar í byrjun júní til að styrkja varnir gegn Þjóðverjum.

 

Innan nokkurra daga voru þeir aftur mættir í fremstu víglínu en baráttan varð til einskis og margir þeirra enduðu sem stríðsfangar.

 

Á meðan urðu nýjar björgunaraðgerðir til þess að tala Frakka í Bretlandi náði 80.000, þegar Frakkland gafst upp í lok júlí.

 

Einn frönsku flóttamannanna var Charles de Gaulle herforingi sem ákvað að halda baráttunni áfram.

 

Ásamt 3.000 löndum sínum skipulagði hann Frjálsa franska herinn sem neitaði að viðurkenna uppgjöf Vichi-stjórnarinnar í Frakklandi. Frá Bretlandi héldu þeir áfram að berjast.

 

 Langstærstur hluti frönsku hermananna hafði engan áhuga á boði Gaulles, þar sem Þjóðverjar lofuðu að þeir gætu snúið aftur til baka án þess að verða fangelsaðir.

 

Bretar þurftu að flytja þá til Lissabon en þaðan sneru þeir heim til hins hersetna Frakklands. Einungis fáeinir franskir hermenn óskuðu eftir að berjast áfram eftir ósigurinn 1940.

 

 

Birt: 05.11.2021

 

 

Bue Kindtler-Nielsen

 

 

Lestu einnig:

(Visited 1.270 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR