Hvar er aðventukransinn upprunninn?

Aðventukrans er falleg hefð - en hver er uppruninn?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Aðventukransar eiga rætur að rekja til ársins 1839, þegar þýski guðfræðingurinn Johann Hinrich Wichern kynnti þá til sögunnar í tengslum við trúboðsstarf sitt.

 

Aðventukrans Wicherns var því frábrugðinn krönsunum eins og við þekkjum þá í dag, því auk þess að vera prýddur fjórum stórum kertum, einu fyrir hvern sunnudag í aðventu, var á honum einnig að finna mörg lítil rauð kerti.

 

Fjöldi litlu kertanna var breytilegur, allt eftir því hve margir virkir dagar voru frá fyrsta sunnudegi í aðventu fram á aðfangadagskvöld.

 

Vagnhjól sem aðventukrans

Wichern notaði gamalt vagnhjól í fyrsta aðventukransinn sinn sem gefur til kynna að honum hafi verið kunnugt um eldri hefðir þegar hann innleiddi þennan sið.

 

Kransahefðin er nefnilega þekkt í gömlum heimildum þar sem táknfræði hjólsins er getið.

 

Á miðöldum var aðventukransinn látinn tákna hjól ársins sem allt fram á dimmasta dag ársins hafði snúist heilan hring og var nú í þann veg að færa mönnunum aftur birtu og yl.

 

Kertaljósahefðin á rætur að rekja aftur í heiðni þegar mesta skammdeginu var fagnað með sólstöðuhátíðum sem færðu fólki birtuna á nýjan leik.

 

Og svo kom greni…

Wichern léði aðventukransinum nútímalega merkingu, þó svo að það hafi ekki gerst samstundis.

 

Í kringum árið 1860 þakti hann hjólið með greni og þótti beitt grenið minna á þyrnikórónuna sem Jesús bar þegar hann var krossfestur.

 

Rauð eða hvít aðventuljós

Wichern léði litum kertanna jafnframt mikla merkingu en hann valdi hvít kerti sem tákn um sakleysi og rauð lét hann svo tákna ást eða kærleika. Hér lenti hann þó í vandræðum.

 

Margir kirkjunnar menn töldu nefnilega að kertin ættu að vera fjólublá, því það væri kirkjunnar litur fyrir aðventuna.

 

Allar götur síðan hafa aðventuhefðir skipst í tvennt.

 

 

 

Birt: 19.12.2021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

 

Lestu einnig:

(Visited 398 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR