Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Gauksklukkur eru í dag menningartákn hins þýskumælandi heims. En hve lengi hafa þessar fallegu, útskornu klukkur gefið frá sér hljóð?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Sagnfræðingar eru ekki á einu máli um upphaf gauksklukknanna en margt bendir til að þær hafi farið að tifa á 17. öld í Þýskalandi.

 

Yfirleitt er gauksklukkan sögð vera verk þýska úrsmiðsins Franz Anton Ketterer sem á að hafa smíðað fyrstu klukkuna upp úr 1730 í suðurþýska bænum Schönwald.

 

Núverandi sérfræðingar eru þó ósammála þessu og benda á að frumstæðar gauksklukkur hafi þegar verið smíðaðar af skógarhöggsmönnum á sama svæði um 100 árum fyrir uppfinningu Ketterers. 

 

Síðan hafa gauksklukkur komið fram í margvíslegum gerðum. En tvær greina sig frá þeim flestum og eru ríkjandi á markaði.

 

Bahnhäusleuhr 

Jagdstück

 

Önnur þeirra – Bahnhäusleuhr – líkist litlu skreyttu húsi meðan hin sem er algengari, Jagdstück, er með fagurlega útskornar náttúrulífsmyndir. Báðar gerðirnar eiga það sameiginlegt að lítill fugl stekkur út á heilum tíma og kvakar. Í hefðbundnum klukkum er kvakið búið til úr belgjum sem þrýsta lofti milli tveggja tréflauta. 

 

Á miðri 19. öld varð gauksklukkan algeng um alla Evrópu og síðar flutt til annarra heimshluta. 

 

SÖGULEG ÚR:

Sólarúrið var notað í Egyptalandi um 1500 f.Kr. sýna fornleifafundir en úrið er líklega mun eldra. 

Stundaglasið kom fram í Evrópu á 9. öld og var þróað út frá vatnsúri sem var þekkt frá því í fornöld. 

Armbandsúrið var vinsælt í fyrri heimsstyrjöld þegar hermenn í skotgröfum þurftu á góðri klukku að halda. 

 

Birt: 24.10.2021

 

 

Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

 

 

Lestu einnig:

(Visited 189 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR