Hver er uppruni jólanna?

Hvert eiga jólin rætur að rekja? Hvers vegna kallast hátíðin jól, þegar við vitum að svo margar þjóðir tala um Kristsmessu, þ.e. „Christmas“?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

Í hlutum Vestur- og Mið-Evrópu eru haldin germönsk jól og sömu sögu er að segja af Norðurlöndunum. Hefðin á ugglaust rætur að rekja til hátíðar sem haldin var í heiðni og sem aðlagaðist smám saman kristinni trú á árunum milli 11. og 14. aldar.

 

Kenningar sagnfræðinga um jólin stafa m.a. frá rannsóknum á Heimskringlu Snorra Sturlusonar.

 

Snorra Sturluson þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum, en hann var að sjálfsögðu skáld og höfðingi mikill, auk þess sem hann átti sæti á alþingi Íslendinga. Verk sín ritaði hann á árunum kringum 1230, þ.e. eftir að kristin trú hafði hlotið útbreiðslu á Norðurlöndum og var farin að setja svip sinn á jólin.

 

Ef marka má Snorra Sturluson voru jólin upprunalega ein allsherjar samskotahátíð, sem gjarnan var haldin hjá einum höfðingjanna, með öli og fórnum til guðanna.

 

Lestu einnig:

Jólin voru í þá daga aðeins ein margra svipaðra hátíða og þau voru iðulega á nokkur veginn sama tíma og vetrarsólstöður bar upp á, en með því er átt við stysta dag ársins, yfirleitt 21. eða 22 desember.

 

Orðið á rætur að rekja til gamals mánaðar

Orðið „jól“ á sér allt aðra merkingu en orðið „Christmas“, því það á rætur að rekja til gamla norræna orðsins „jól“, sem að öllum líkindum á uppruna sinn í gamla mánaðarheitinu „jiuleis“, sem var þekkt frá 5. öld og táknaði annaðhvort nóvember eða desember.

 

Örfáum öldum síðar fór orðið einnig að gera vart við sig í fornensku í myndinni „Yule“. Á víkingaöld hafði orðið „jól“ ýmsar merkingar og er m.a einnig talið hafa táknað hátíðahöld almennt. Málvísindafólk bendir á að orðið „jól“ sé í raun og veru fleirtöluorð.

 

 

Birt: 26.12.2021

 

 

 

Niels Halfdan Hansen

 

 

Lestu einnig:

(Visited 590 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR