Hver sendi fyrstu jólakortin?

Að senda jólakort er falleg hefð. En hver sendi eiginlega fyrsta jólakortið?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Sir Henry Cole var önnum kafinn maður. Hann vann miklar umbætur á ensku póstþjónustunni og var með mikil áform um stóra Victoria & Albert safnið í London. Hann rak ennfremur verslun sem seldi skrautmuni fyrir heimili fólks og hann kynntist mörgu fólki í gegnum alla þessa margbreytilegu starfsemi.

 

Sir Henry Cole kveið þess vegna einum þætti jólanna: Honum var það nánast ógerlegt að skrifa jólakveðjur til allra sem hann þekkti. Jólakort voru reyndar til en þau voru handunnin og kostuðu offjár.

 

Jólakort vöktu reiði

Þá fékk Henry Cole enn eina stórgóðu hugmyndina. Árið 1843 fékk hann listamann til að teikna jólakort sem hann lét prenta í eitt þúsund eintökum. Kortin vöktu hins vegar reiði fólks, því í stað þess að láta myndirnar sýna hversu fallegt væri að gefa þeim fátæku gjafir, sýndi ein myndin t.d. konu gefa lítilli stúlku sopa af rauðvínsglasi. Þetta vakti mikla reiði meðal sómakærra Englendinga.

 

Umtalið sem kortin ollu varð þó sennilega kveikjan að því að margir fengu þá hugmynd fyrir næstu jól að prenta og selja jólakort.

 

Margir álitu að um væri að ræða tískudellu sem deyja myndi út en raunin varð sú að jólakort nutu síaukinna vinsælda.

 

Fyrsta jólakort í heimi.

 

 

Birt:19.12.2021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

 

Lestu einnig:

(Visited 205 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR