Hvernig voru fyrstu lifandi myndirnar teknar?

Hvaða myndavél gat á 19. öld tekið svo margar myndir á mínútu að hægt væri að tala um kvikmynd?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

24 myndavélar tóku myndir af hestum á stökki

Myndavélar með mikinn lokuhraða voru ekki ennþá til þegar frumkvöðlar myndatöku reyndu að búa til lifandi myndir. Því þurftu myndasmiðirnir að nota hugmyndaflugið þegar þeir ætluðu að taka margar myndir á fáeinum sekúndum.

 

Þegar Eadweard Muybridge hugðist árið 1878 mynda hest á stökki stillti hann upp 24 myndavélum í röð meðfram reiðbraut í Kaliforníu. 

 

Myndirnar tók hann með því að spenna þunnan þráð yfir brautina fyrir hverja myndavél. Þegar hesturinn sleit þráðinn tók myndavélin eina mynd. Þetta tókst ágætlega hjá honum og Muybridge var fyrstur til að sýna fram á að allir fjórir fætur hestsins snerta ekki jörðina þegar hann er á stökki.

 

Muybridge fann auk þess upp svonefnt zoopraxiscope, fyrstu eiginlegu sýningarvél heims. 

 

12 myndir á sekúndu

Frakkinn Étienne-Jules Marey var einnig heillaður af hreyfingu dýra og árið 1880 fann hann upp chronophotographic gun, myndavél sem er í laginu eins og riffill.

 

Apparatið „skaut“ tólf myndir á einni sekúndu þannig að Maris gat rannsakað vængjaslög fugla og hraðar hreyfingar íþróttamanna.

 

Uppfinningin var bræðrunum Lumiére mikill innblástur og árið 1895 kynntu þeir til sögunnar cinematograph og síðar tóku menn um heim allan að fara í kvikmyndahús.

 

Étienne-Jules Marey

Myndariffill Maris tók myndir í runum. Mari beindi byssunni að myndefninu. Ljós streymdi í gegnum hlaupið og þegar myndefnið var í miði tók hann eina mynd. 

Inni í tromlu byssunnar snerist ljósnæm skífa og í hvert sinn sem hún fluttist til náðist ein mynd á negatífuna. 

 

 

Birt: 01.11.2021

 

Lestu einnig:

(Visited 161 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR