Hvers vegna urðu jólin að þjóðarhátíð í Japan?

Japönsk jól er þjóðarhátíð með jólatrjám og gjöfum. En fæstir Japanir eru kristnir. Hvers vegna eru þá haldin jól í Japan?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Kristni barst til Japan þegar Portúgalir lögðu grunninn að fyrstu verslunarstöðinni þar árið 1549. Trúboðar bættust í hópinn og hófust handa við að breyta þessu nýja landi í kaþólska þjóð. Þeir höfðu hins vegar ekki erindi sem erfiði og enn þann dag í dag aðhyllist aðeins um einn hundraðshluti japönsku þjóðarinnar kristna trú.

 

Hin forboðnu jól

Jólin urðu fyrir bragðið hátíð örlítils minnihluta og þegar kom að því að kristni var bönnuð árið 1612 héldu svokallaðir „kakure kirishitan“ (hinir leyndu kristnu) áfram að halda hjól.

 

Þannig var þessu farið fram í byrjun 20. aldar þegar Japan opnaðist smám saman gagnvart vestrænum áhrifum og íbúarnir fengu áhuga á jólahefðum, þó einkum bandarískum.

 

Jólin voru þess vegna það fyrsta sem látið var fjúka þegar Japanir urðu þátttakendur í síðari heimsstyrjöld eftir árásina á Pearl Harbour árið 1942. Jól voru skilgreind sem þáttur af Ameríkuvæðingunni og þess vegna bönnuð.

 

Jól á ný eftir seinni heimstyrjöld

Bandaríkjamenn voru í fararbroddi hvað snerti enduruppbygginguna í Japan eftir stríð og menningarlegur „styrkur“ var m.a. fólginn í Hollywood-kvikmyndum, þar sem jólin höfðu á sér rómantískan blæ.

 

Þar með var áhugi Japana vakinn og skömmu eftir stríðið urðu jólin svo hluti af japönsku þjóðlífi aftur en án þess að trúmálum væri blandað inn í þau. Jólin urðu að veraldlegri þjóðarhátíð sem fól í sér jólatré og gjafir sem urðu tákn um nýja tíma.

 

Birt: 25.12.2021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

 

Lestu einnig:

(Visited 972 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR