Hversu erfitt var að drepa riddara?

Brynjuklæddir riddarar voru vel varðir gagnvart alls kyns höggum og stungum í bardaga. Óvinurinn þurfti því að vita nákvæmlega hvar veikan blett var að finna.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Riddarar miðalda vor einstaklega vel varðir þegar þeir héldu í bardaga. Strax á 11. öld voru riddarar klæddir þykkri vatteraðri treyju og hringabrynju sem var úr samsettum litlum keðjum.

 

Brynjan varði mennina gegn flestum sverðstungum og höggum á vígvellinum.

 

Nútímaendurgerðir og greiningar sýna að hringabrynjan var frábær vörn gegn stungum frá sverði, lensum og örvum.

 

Besta leiðin til að drepa riddara fólst því í að finna höggstað á óvörðum hluta líkamans, eins og t.d. fótleggjum sem hringabrynjan náði ekki að hlífa. Öflugt högg með öxi eða lensu gat valdið miklum meiðslum.

 

Rodrigo „El Cid“ Díaz er einn frægasti riddari sögunnar. Gælunafn hans ,,El Cid” er dregið af hinu arabíska Al-Sayyid og þýðir ,,Foringinn”.

Frægir riddarar:

– William Marshall (ca. 1146-1219) sigraði í meira en 500 burtreiðum.

 

– Rodrigo „El Cid“ Díaz (1043-99) endurheimti Spán frá Márunum.

 

– Hugues de Payens (1070-1136) stofnaði musterisriddararegluna.

 

 

Á 15. öld fóru riddarar frá því að vera vel varðir yfir í að vera nánast ódrepandi, þega þeir fóru að íklæðast brynjum úr heilum járnplötum.

 

Þykkar plöturnar huldu nánast allan líkamann og gátu staðist árásir frá nánast öllum vopnum, jafnvel öflugum lásbogum.

 

Ein af fáum aðferðum til að drepa riddara í fullum skrúða var að koma honum af hestbaki og stinga hann í óvarða staði eins og nárann eða í holhöndina.

 

MYNDBAND: Hvernig á að drepa riddara í þremur einföldum skrefum (og njóttu hreimsins):

 

 

Birt: 25.10.2021

 

 

Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

 

 

Lestu einnig:

(Visited 853 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR