Hversu lengi höfum við getað talað?

Málvísindamenn hafa deilt um uppruna munnlegra samskipta svo árum skiptir. Deilurnar voru orðnar svo miklar í Frakklandi að franska málvísindafélagið bannaði alla umræðu um málefnið árið 1866.

Samfélag

Lestími: 1 mínúta

 

Geta mannsins til að tala er langtum eldri en fyrsta ritmálið en vísindamenn hafa hins vegar engar heimildir sem geta sagt til um hvenær munnleg samskipti fyrst urðu til.

 

Margir málfræðingar hafa sett fram kenningar en án sannana hefur engin þeirra hlotið almenna viðurkenningu.

 

Í Frakklandi þótti umræðan ekki leiða til neins og fyrir vikið bannaði málvísindafélagið í París alla umræðu um málefnið árið 1866.

 

Félagsskapur þessi var hinn fremsti á sínu sviði á þeim tíma og mikið mark tekið á meðlimum hans.

 

Nýjar rannsóknir hafa leitt af sér almennara samkomulag um málefnið

 

Allar götur frá því um 1990 hafa rannsóknir á líffærafræði forsögulegra manna gert kleift að afmarka tímabilið þegar talgetan kann að hafa orðið til.

 

Sem stendur álíta margir vísindamenn að Homo ergaster (hinn upprétti maður) sem lifði fyrir 1,8-1,3 milljón árum, hafi verið fyrsta manntegundin sem haft gat samskipti með hljóðum.

 

Vísindamenn telja fyrsta eiginlega tungumálið hafa orðið til fyrir 50.000-200.000 árum en hvernig sú þróun var er alveg jafn mikið til umræðu í dag og árið 1866.

 

 

Birt 07.06.2021

 

 

Bue Kindtler-Nielsen

 

 

(Visited 395 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR