Kom Viktoría drottning jólunum til bjargar?

Jólin ættu að vera hvíld frá skarkala iðnaðarsamfélagsins var haft eftir Viktoríu drottningu, sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að bjarga fjölskylduhátíðinni.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Iðnbyltingin gerði það að verkum að mjög miklar breytingar áttu sér stað í Evrópu á 18. öld.

 

Nýjar framleiðsluaðferðir, upprunnar í Englandi, breiddust út um allt meginland Evrópu og atvinnulíf vænkaðist, fjármagn jókst og efnahagur fór batnandi. Nú var ekki lengur ráðrúm fyrir helgidaga og hefðir og einkum jólin áttu undir högg að sækja.

 

Þetta átti allt eftir að breytast þegar hin unga Viktoría drottning gekk að eiga Albert prins árið 1840. Hann átti rætur að rekja til miðbiks Þýskalands, þar sem jólahefðir voru í heiðri hafðar.

 

Albert prins flutti þýsku hefðirnar með sér til ensku hirðarinnar og fyrsta jólatréð var sett upp árið 1841 í Windsor. Prinsinn innleiddi enn fremur þann sið að konungsfjölskyldan skiptist á jólagjöfum.

 

Mynd af jólatré Viktoríu og Alberts hjálpaði til við að breiða út hefðina í Bretlandi.

 

Allt þetta hugnaðist drottningunni, því hamingjuríkt fjölskyldulíf samræmdist vel siðferðiskennd hennar og hún áttaði sig á að þannig mætti uppræta svallveislurnar sem tíðkuðust hjá hástéttinni um jólin.

 

Drottningin var þeirrar skoðunar að verkamannastéttin hefði gott af að halda fjölskyldujól.

 

Hún bauð þess vegna blaðamönnum tímaritsins „The Illustrated London News“ í heimsókn í höllina til að berja augum jólaskreytingarnar í konunglegu hýbýlunum.

 

Lestu einnig:

Þar sem drottningin og fjölskylda hennar nutu ómældra vinsælda og virðingar meðal almennings leið ekki á löngu áður en enska þjóðin var farin að líkja eftir jólahefðunum í höllinni.

 

Á þessum tíma hafði iðnbyltingin hafið innreið sína og farið var að fjöldaframleiða jólagjafir sem meira að segja verkalýðurinn hafði efni á að kaupa.

 

 

Birt: 25.12.2021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

Lestu einnig:

(Visited 506 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR